Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Helga Vala um núning VG og Sjálfstæðisflokksins:„Smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Túkall um pólitík: Katrín tilkynnir framboð síðar í vikunni. Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra. Bjarkey eða Bjarni Jóns taka matvæla og vantraust fer af borðinu. Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Þannig byrjar Facebook-færsla Helgu Völu Helgadóttur lögmanns og fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar.

Helga Vala heldur því fram í færslunni að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ekki Framsókn fyrir fjármálaráðuneytinu.

Hún hélt áfram: „Af hverju er þetta svona? Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar. Þar getur fólk varla dvalið í sama herbergi enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“

Því næst útskýrir Helga Vala hver afstaða stjórnarflokkanna er til kosninga:

„Forysta XD vill kosningar 2025, ekki núna þótt sjá megi stöku ráðherra í kosningaham, en hann er vegna formannskosninga en ekki þingkosninga. VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“

Að lokum segir Helga Vala að vorið framundan verði áhugavert:

- Auglýsing -
„Þetta verður áhugavert vor. Ég er hætt við að fussa yfir offramboði kandidata í forsetaembættið. Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -