Laugardagur 22. júní, 2024
9 C
Reykjavik

Hildur spyr sig hvort börn ættu að byrja í skóla 5 ára: „Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í morgun.

Hildur segir að kominn sé tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt.

Hildur segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en hún segist gera sér grein fyrir því að það verði ekki auðvelt verk.

Í grein sinni segir Hildur að í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans.

„Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn,“ segir hún.

Hildur segir að með því að hefja grunnskólagönguna fyrr væri hægt að tryggja öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur.

- Auglýsing -

„Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum,“ segir Hildur meðal annars.

Hún nýtir tækifærið og hnýtir í Dag B. Eggertsson borgarstjóra og samverkafólk hans. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fær einnig væna pillu frá Hildi.

„Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -