Fimmtudagur 25. júlí, 2024
11.7 C
Reykjavik

Hlaut lífshættulega áverka eftir hnífsstungu í nótt: „Þarna hafi aðili verið á gangi úti á götu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður var stunginn á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu í nótt. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild að karlmaðurinn sem er á þrítugsaldri hafi hlotið lífshættulega áverka eftir að hafa verið stunginn í búkinn. Hann var fluttur á bráðamótöku þar sem gert var að sárum hans. Ástand mannsins er nú stöðugt.

Eitt vitni var að árásinni en tildrög hennar eru ókunn þó sé ljóst að ekki sé um að ræða deilur milli skipulagra hópa. Fórnarlambið og árásarmaðurinn tengist ekkert: Það virðist vera, miðað við fyrstu upplýsingar, að þarna hafi aðili verið á gangi úti á götu og vegfarendur ætla að benda honum á að vera ekki á miðri akbraut. Við það hafi komið til átaka og þolandi fengið stungu,“ segir Elín.

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um aðild að málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -