- Auglýsing -
Einn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa stungið annan í sumarhúsi á Hólmsheiði fyrir í kvöld. Tilkynning barst viðbragðsaðilum um klukkan sjö í kvöld. Í samtali við fréttastofu Vísis staðfestir Elín Agnes Kristinsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn málið. Tveir voru á vettvangi þegar lögreglu bar að.
„Rannsókn málsins snýr því aðeins að þessum eina geranda,“ segir Elín Agnes við fréttamann Vísis.
Þrír sjúkrabílar voru kallaðir til. Elín Agnes vildi ekki tjá sig frekar um málið en sagði hinn særða ekki vera í lífshættu.