Þriðjudagur 21. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hopp hindraði aðgengi hreyfihamlaðra frá morgni til kvölds: „Við tökum þessu máli alvarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirtækið Hopp hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni undanfarin ár vegna rafskúta sem fyrirtækið leigir út og telja gagnrýnendur að það vanti lagaramma í kringum starfsemi fyrirtæksins en sem dæmi um gagnrýni má nefna að rafskútur fyrirtæksins liggi á gangstéttum um alla borg og skapi hættu fyrir vegfarendur, sérstaklega þegar snjóar.

Árið 2022 hóf fyrirtækið einnig leigu á bílum, svokölluðum deilibílum, og var slíkur bíll til umræðu í Facebook-hópnum „Verst lagði bílinn“ en þar hafði myndum af Hopp bíl verið deilt og greinilegt að honum hafi verið lagt fyrir stæði sem er ætlað fyrir hreyfihamlaða. Samkvæmt Erlendi Þorsteinssyni, sem tók myndirnar af bílnum í lok apríl, stóð bíllinn óhreyfður í margar klukkustundir, frá morgni til kvölds, þrátt fyrir að hann hafi látið Hopp vita af málinu.

Mannlíf hafði samband við Hopp til að spyrjast fyrir um hvernig væri tekið á svona málum.

„Við erum að áætla viðbragðstíma um 30 mín. eftir að okkur er tilkynnt um að deilibíl sé lagður ólöglega fer eftir umferð, staðsetningu og hvernig tilkynningin berst til okkar helst innan við það. Við erum búin að fara yfir málin hér innanhúss og finnum ekki þessa beiðni, enda hefðum við brugðist strax við ef hún hefði borist til okkar starfsfólks,“ sagði Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, í skriflegu svari til Mannlífs.

Bíllinn var óhreyfður seinnipartinn – Mynd: Erlendur Þorsteinsson

„Við erum að bíða eftir að þjónustuverið okkar greini málin og hef ég því miður ekki fengið svar frá þeim. Mögulega var bara um mannleg mistök að ræða hér hjá okkur og biðjum við innilega afsökunar á því. Það stendur skýrt í skilmálum að leggja eigi deilibíl í lögleg stæði og notendur muni fá sekt ef þau geri það ekki. Það gilda sömu reglur og lög um alla bíla, deilibílar eru engin undantekning þótt notendur Hopp deilibíla þurfi ekki að hugsa um að greiða fyrir bílastæðin heldur gerum við það.“

En hvað um einstaklinginn sem skildi bílinn eftir þarna?

- Auglýsing -

„Því miður þurfum við að hafa sektir og í gjaldskrá þeirra er sektin allt upp að 50.000 kr. að leggja ólöglega eða í tímabundin stæði (stæði með hámarks tíma í stæði). Þar sem við erum með starfsfólk á vakt allan sólarhringinn alla daga ársins eru það vinnureglur að við bregðumst eins hratt við og mögulegt er – við höfum þá frekar samband við notendur heldur að láta þau greiða fyrir að draga þurfi deilibílinn í burtu.

Við tökum þessu máli alvarlega enda eru okkur umhugað um gott aðgengi fyrir okkur öll. Að leggja deilibíl í stæði fyrir fatlað fólk eða hindra aðgengi að stæðinu er ekki ásættanlegt á neinn hátt. Í raun ætti notandinn á deilibílnum að þakka fyrir því hann slapp við dráttarkostnaðinn.“

Telur deilibíla mikilvæga

„Deilibílar eru mikilvægur valkostur í okkar samgöngumálum,“ sagði Sæunn um framtíð deilibíla á Ísland „Notendur þeirra eru að nota deilibíla í staðinn fyrir að eiga bíl, nota deilibíl sem bíl númer tvö eða hreinlega nýta sér þá til að breyta sínum ferðavenjum. Sem dæmi skilja einkabílinn eftir heima hoppa í vinnuna á rafskútu eða með strætó og nota svo deilibíl ef þau þurfa að erindast á vinnutíma. Við erum bæði með litla bíla og sendibíla í appinu okkar. Einnig eru fyrirtæki mikið að nota deilibíla fyrir vinnutengd erindi í staðinn fyrir að eiga og reka bíla. Deilibílar eru ekki bara samgöngumál heldur eru okkar bílar allir rafbílar sem er stórt umhverfis og orku mál ásamt því að færri bílar eru einnig mikilvægt skipulagsmál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -