Miðvikudagur 9. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

Hópur tónlistarfólks vill Ísland úr Eurovision „á sömu forsendum og Rússum í síðustu keppni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur tónlistarfólks afhentu Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra, undirskriftarlista sinn í gær. Skorar hópurinn á Ríkisútvarpið að taka ekki þátt í Eurovision í ár, nema Ísrael verði meinuð þátttaka.

Daníel Ágúst Haraldsson las upp yfirlýsinguna fyrir hönd hópsins, við afhendingu undirskriftarlistans en það var Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low sem afhenti Stefáni listann. Olga Guðrún Árnadóttir söng lag sitt Myndin hennar Lísu, ásamt viðstöddum, en það lag er orðið einskonar baráttusöngur á samstöðufundum með Palestínu.

Daníel Ágúst las yfirlýsinguna upp.
Ljósmynd: Þórdís Reynis

Að sögn hópsins eru 551 tónlistarmenn búnir að skrifa undir áskorunina og er enn að bætast við þann lista. Meðal fólks sem skrifað hefur nafn sitt við listann eru fjölmargir  fyrrum keppendur Söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision. Þar á meðal Pálmi Gunnarsson og Eiríkur Hauksson sem kepptu árið 1986 þegar Ísland tók þátt í keppninni í fyrsta sinn.

Frá afhendingunni í gær.
Ljósmynd: Þórdís Reynis

Samkvæmt tölum Al Jazeera-fréttastofunnar hafa að minnsta kosti 24.987 verið drepnir í árásum Ísraela frá 7. október, þar af að minnsta kosti 9.695 börn og minnst 6,750 konur. Tölurnar eru minni í yfirlýsingu tónlistarfólksins enda hafa tölurnar sjálfsagt breyst frá því að yfirlýsingin var skrifuð.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni en 91 tónlistarmaður skrifar undir hana:

Þegar þetta er skrifað hafa 23.843 manns verið myrt af Ísraelsher á Gasaströndinni. Þar af 7,729 börn og 5,153 konur. Ríflega 60,317 manns eru særð samkvæmt opinberum tölum og 8000 manns týnd. Að meðaltali drepur Ísraelsher 250 manneskjur á dag (skv fréttum Ruv). Þar er ekkert skjól að finna og mikill skortur á mannúðaraðstoð, matvælum og hreinu drykkjarvatni. Ástandið er vægast sagt hræðilegt. Þrátt fyrir þjóðarmorð Ísraelsríkis á Palestínu er Ísrael þátttakandi í Eurovision í ár. Rússland var ekki rekið úr Eurovision fyrr en Finnland hótaði að draga sig úr keppni og önnur lönd fylgdu í kjölfarið. RÚV hefur völdin til þess að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppninni ef svo verður ekki.  

Yfirlýsing þessi er ekki sú fyrsta sem fram kemur í þessu máli. FTT – félag tónskálda og textahöfunda hefur skorað á útvarpsstjóra og stjórn RÚV að taka ekki þátt í Eurovision árið 2024 nema Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni á sömu forsendum og Rússum í síðustu keppni. FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur einnig sent frá sér slíka yfirlýsingu. 

- Auglýsing -

Í netkönnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 21. Desember síðastliðinn kom svo fram að um 76 prósent þjóðarinnar telja að meina eigi Ísrael þátttöku í Eurovision í ár Í sömu könnun lýstu um 60 prósent því sammála að Ísland eigi að draga sig úr keppni ef Ísrael tekur þátt.

Því er ljóst að almenningur á Íslandi, helsta áhugafólk um Söngvakeppnina og fagfólkið sem er forsenda þess að keppnin geti farið fram vill að Ríkisútvarpið taki hér skýra afstöðu. Þau sitja hins vegar þögul hjá. Hvers vegna er það? Hvar er réttlætið í því? Við skorum á RÚV að gera betur og draga Ísland úr þátttöku í Eurovision 2024 ef Ísrael verður ekki vísað úr keppninni. „Við erum staðráðin í að vernda gildi keppninnar sem stuðlar að alþjóðlegum samskiptum og skilningi, sameinar fólk og hampar fjölbreytni í gegnum tónlistina sem sameinar Evrópu á einu sviði,“ segir í yfirlýsingu framkvæmdastjórar EBU í fyrra. Eru gildi keppninnar önnur í ár? 

Hafið í huga að það er sterk pólitísk afstaða að standa hjá og gera ekkert, að láta eins og við séum valdalaus andspænis mannúðarkrísu sem þessari.

- Auglýsing -

Tónlistarfólk sem hér skrifar undir skorar á RÚV að neita að taka þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni.

Undirritað:

  1. Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
  2. Hildur Kristín Stefánsdóttir
  3. Bragi Valdimar Skúlason
  4. Adda Ingólfs Heiðrúnardóttir
  5. Silja Rós Ragnarsdóttir
  6. Hallur Ingólfsson
  7. Kristín Sesselja Einarsdóttir
  8. Hafdís Huld Þrastardóttir
  9. Kjalar Martinsson Kollmar
  10. Sóley Stefánsdóttir
  11. Ragnheiður Gröndal
  12. Jónína Björg Magnúsdóttir
  13. Unnur Eggertsdóttir
  14. Árni Rúnar Hlöðversson
  15. Jón Ólafson
  16. Björn Kristjánsson
  17. Úlfar Viktor Björnsson
  18. Birgir Baldursson
  19. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
  20. Arndís Árelía Hreiðarsdóttir
  21. Benedikt Gylfason
  22. Margrét Kristín Blöndal
  23. Sigur Huldar Ellerup Geirs.
  24. Valgeir Skorri Vernharðsson
  25. Karl Pálsson 
  26. Halldór Ívar Stefánsson
  27. Tinna Þorvalds Önnudóttir
  28. Hildur Vala Einarsdóttir
  29. Helga Ragnarsdóttir
  30. Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir
  31. Ylfa Marín Haraldsdóttir
  32. Hrafnkell Hugi Vernharðsson
  33. Sylvía Rún Guðnýjardóttir 
  34. Andri Ólafsson
  35. Jakob Smári Magnússon
  36. Margrét Örnólfsdóttir
  37. Kristín Þóra Haraldsdóttir
  38. Guðrún Edda Gunnarsdóttir      
  39. Björgvin Gíslason
  40. Ólöf Arnalds
  41. Skúli Sverrisson
  42. Jana María Guðmundsdóttir
  43. Friðrik Margrétar Guðmundsson
  44. Þórður Magnússon
  45. Magnús Örn Magnússon
  46. María Skúladóttir 
  47. Thelma Hafþórsdóttir Byrd
  48. Marína Ósk Þórólfsdóttir
  49. Ása Berglind Hjálmarsdóttir
  50. Katla Vigdís Vernharðsdóttir
  51. Tómas Jónsson
  52. Styrmir Sigurðsson
  53. Hólmfríður Samúelsdóttir
  54. Arnar Jónsson
  55. Þorleifur Gaukur Davíðsson
  56. Salóme Katrín Magnúsdóttir
  57. Tumi Torfason
  58. Nína Solveig Andersen
  59. Aron Hannes Emilsson
  60. Selma Hafsteinsdóttir 
  61. Lára Rúnarsdóttir 
  62. Rósa Guðrún Sveinsdóttir
  63. Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir 
  64. Steinunn Björg Ólafsdóttir 
  65. Sunna Margrét Þórisdóttir
  66. Guðmundur Pétursson
  67. Reynir Snær Magnússon
  68. Jimmy Gadson
  69. Bergrós Halla Gunnarsdóttir
  70. Móeiður Júníusdóttir
  71. Bryndís Halla Gylfadóttir
  72. Örvar Smárason
  73. Bergur Einar Dagbjartsson
  74. Auður Viðarsdóttir
  75. Þóra Marteinsdóttir
  76. Lydía Grétarsdóttir
  77. Unnsteinn Árnason
  78. Snorri Helgason
  79. Sigtryggur Baldursson
  80. Ragnhildur Veigarsdóttir
  81. Sindri Már Sigfússon 
  82. Bassi Ólafsson
  83. Steinunn Eldflaug Harðardóttir
  84. Hrefna Hrund Erlingsdóttir 
  85. Hallveig Rúnarsdóttir
  86. Rakel Pálsdóttir
  87. Ingi Garðar Erlendsson
  88. Ólafur Daði Eggertsson
  89. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
  90. Add Sævar Sigurgeirsson
  91. Kristín Sveinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -