Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Hörður hneykslast á Sigríði Dögg: „Hvaða skítamórall er í gangi hjá stjórnendum míns gamla félags?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hörður Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri Bændablaðsins skýtur bylmingsfast á stjórnendur Blaðamannafélagsins í nýrri Facebook-færslu.

„Hvaða skítamórall er í gangi hjá stjórnendum míns gamla félags? Mátti félagið virkilega ekki bjóða félagsmönnum, jafnt starfandi sem fyrrverandi blaðamönnum sem komu í heimsókn á skrifstofuna, upp á kaffi?“ Þannig byrjar Facebook-færsla Harðar Kristjánssonar en nýlega birtust fréttir af meintri óráðsíu fyrrverandi framkvæmdarstjóra BÍ, Hjálmars Jónssonar, í rekstri félagsins. Hjálmar hefur neitað staðfastlega fyrir ásakanir formannsins, Sigríðar Daggar Auðunssonar og nýkosinnar stjórnar Blaðamannafélagsins.

Hörður hélt áfram:

„Ætlar félagið kannski að fara að senda þessum félagsmönnum sínum reikning fyrir kaffisopanum, svo ég tali nú ekki um ef þeim hefur orðið það á að narta í vínarbrauð í leiðinni? Margir úr þessum hópi eru reyndar látnir og má þá búast við að aðstandendur fái reikninginn?“

Að lokum játar ritstjórinn fyrrverandi að hafa þegið kaffi á skrifstofu BÍ.

„Ég játa að ég þáði kaffi á skrifstofunni fyrir margt löngu ásamt fleiri félögum þegar fjölmiðill sem ég starfaði á hafði farið á hausinn. Þá þótti gott að formaður og félagið styddi félagana andlega með því að bjóða þar upp á létt spjall yfir kaffibolla. Má ég þá kannski búast við reikningi fyrir kaffið frá núverandi formanni?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -