Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Hrefnu-Konni fór á fund með móðguðum Davíð Oddssyni: „Hann tók í einn köggul á löngutöng á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konráð Eggertsson eða Hrefnu-Konni eins og hann er oft kallaður, var nýlega í viðtali við Reyni Traustason. Hér er brot úr því en Konráð er með eindæmum skemmtilegur sagnamaður.

Enginn Davíð

„Það var þannig að Davíð Oddsson var forsætisráðherra og við báðum um fund með honum. Ég var formaður í félaginu í tuttugu ár, í Félagi hrefnuveiðimanna. Og jújú, við mætum á fundinn allir, bæði að norðan og austan og héðan og þaðan. Við mætum sem sagt upp í stjórnarráð og setjumst þar niður. Og tíminn líður og ekki kemur Davíð og svo er klukkan komin langt yfir tímann og aldrei kemur Davíð. Við spyrjum hvernig standi á þessu og þá segir símastúlkan, voða almennilega stúlka blessunin, hún segir „Ég bara veit ekki, skil þetta ekki, þetta hefur aldrei gerst áður.“. Og tíminn líður og svo kallar maður ofan af lofti, aðstoðarmaður Davíðs. Við spjöllum við hann en ákveðum að sitja bara þangað til Davíð kemur en það var ekki samþykkt. Þannig að við förum út í bíl og kveikjum á útvarpinu og þá var Davíð á Stöð 2 eða einhvern andskotann að tippa á eitthvað, þetta var áður en hann fór í fýlu við Jón Ólafsson. Þannig að við fórum allir heim, Davíð kom aldrei.“

En þar með líkur ekki frásögn Hrefnu-Konna af Davíð Oddssyni því daginn eftir fékk hann símtal.

Ástæðan

„Daginn eftir fæ ég símtal frá aðstoðamanni Davíðs. Hann segir mér af hverju hann hafi ekki mætt. Það var vegna þess að ég hafði sagt í útvarpinu nokkrum dögum áður, það var nú ósköp meinlaust, ég sagði „Ég trúi því ekki að forsætisráðherrann viti ekki um hvað hann er að tala.“. Það var ekkert annað. Svo ég segi Matta frá þessu, Matta Bjarna, hann var ráðherra á þessum tíma. Og hann segir „Svona gera ekki menn! Ég kem á öðrum fundi.“. Svo er ég látinn vita hvenær við eigum að mæta. Þegar ég kem inn í stjórnarráðið sitja þar þrír eða fjórir menn, svakalega vel klæddir, mér er svo minnistætt hvað þeir voru vel klæddir. Þeir voru í svörtum fötum í hvítri skyrtu með bindi. Þá eru þetta menn að bíða eftir Davíð. Svo opnast hurðin. Okkur er bent á að koma inn. Með okkur var lögfræðingur okkar sem hafði verið lögfræðingur hjá okkur í mörg ár. Mér fannst að hann ætti að hafa orðið fyrir okkur. Svo labba ég síðastur inn. Hann tók í einn köggul á löngutöng á mér en heilsaði öllum hinum með handabandi.“

- Auglýsing -

Og þá hófst fundurinn.

Fundurinn

„Og svo förum við inn og hann segir „Jæja, hver er í forsvari fyrir ykkur og hvað vantar ykkur? Það bíða hér fjórir menn hér frammi og ég hef engan tíma til að tala við ykkur.“. Og við horfum hver á annan og vitum bara ekki hvar við erum staddir. Og ég hélt að lögfræðingurinn okkar ætli að byrja en svo var ekki. Þá segi ég „Davíð, hvar er koníakskaraflan?“. Nú héldu strákarnir að ég væri orðinn endanlega vitlaus, það fattaði þetta enginn. Þá brosir Davíð. Djöfull var hann fljótur að fatta þetta. Ég var nýbúinn að lesa bókina Nokkrir dagar án Guðnýjar sem hann skrifaði. Og hló mikið og las hana meira að segja upphátt fyrir konuna. Mikil og skemmileg bók.“

- Auglýsing -

Konni sagði Reyni frá einni frásögn úr bók Davíðs þar sem koníakskaraflan kemur við sögu. Og hélt svo áfram með söguna af fundinum með forsætisráðherranum móðgaða.

„Og þetta var nóg. Þarna vorum við allt í einu komnir með allt annann mann í fangið. Hann fór að segja brandara og skellti sér á læri og hló. Við hlóum líka, enda þorðum við ekki öðru. En hann var skemmtilegur helvítis karlinn. Og hann segir okkur sem sagt brandara og svona og þá skiptu mennirnir sem biðu fram engu máli! Ég man nú ekki hvað við vorum að biðja um á fundinum en hann tók vel í það en svo segir ég við hann „En Davíð, ert þú sjálfur, persónulega á móti hvalveiðum?“. Þá segir hann „Já“ og ég spyr af hverju það sé. „Það skal ég segja þér. Sko, Helmut Kohl, hann er vinur minn og hann er á móti hvalveiðum. Og svo er hann eins og búrhvalur í útliti.“. Og svo hló hann og hló og við allir líka, alveg eins og hálfvitar. Þegar ég fór út þá tók hann svona fast í höndina á mér og hristi.“

Hægt er að hlusta á þetta bráðskemmtilega viðtal í heild sinni hér og hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -