Sjóarinn – Hrefnu Konni: ,,Mig grunaði nú ekki að það yrði síðasti dansinn“ FYRRI HLUTI

top augl

Í þessum fyrri hluta viðtals Reynis Traustasonar við Konráð Eggertsson á Ísafirði, sem betur er þekktur sem Hrefnu-Konni, segir Konni frá því þegar hann fluttist níu ára gamall með systur sinni og eiginmanni hennar til Hornvíkur þar sem þau síðarnefndu hugðust vera með búskap, en þá hafði byggð lagst af á svæðinu. Hann segir sögur af kúnni sem lét sig hverfa í langferð, af sínu fyrsta bjargsigi þegar hann var fimmtán ára gamall, hvernig honum var heilsað og hann kvaddur í sömu andrá áður en hann fór fyrst fram af brúninni og þegar hann missti vin sinn í dauðann í  bjarginu.

Konráð glímir við mikla sorg. Hann missti nýverið Önnu Guðmundsdóttur, eiginkonu sína til hálfrar aldar. Honum datt ekki til hugar þegar þau dönsuðu nýverið saman á grasinu á Selfossi að það yrði þeirra hinsti dans.

„Það var gaman að því. Mig grunaði nú ekki að það yrði síðasti dansinn. Við höfðum minn áhuga á dansi og dönsuðum mikið hérna heima. Ég er með nokkrar skeiðar af ösku af henni, blessuninni, í dollu og það kemur fyrir að þegar það eru góð lög í útvarpinu þá tek ég boxið og dansa við hana.“

Síðari hluti viðtalsins við Konráð birtist í næstu viku. Þar segir hann frá „bannárunum“ þegar algjört veiðibann var sett á hrefnuveiðarnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni