Þriðjudagur 23. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Húsvíkingar með undirskriftarlista til stuðnings gerandanum – Fann fyrir andúð og slæmu viðmóti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðgerðahópurinn Öfgar héldu erindi á Kynjaþingi á laugardaginn síðasta í Háskóla Íslands og fjallaði Mannlíf um þingið. Saga þolenda – hin raunverulega slaufun, hét erindið og fjallaði það um slaufunarmenningu og sögu þolenda í gegnum aldirnar.

Erindi Öfga var fjölbreytt og fróðlegt og þar á meðal var rætt um svokallaða Húsavíkurmálið. Með Húsavíkurmálinu er átt við þegar þolandi kynferðisofbeldis mátti þola slaufun.

Stúlkan fór að finna fyrir andúð og slæmu viðmóti

Árið 1999 var 17 ára stúlku nauðgað á Húsavík. Stúlkan leitaði strax til lögreglu eftir nauðgunina og lagði fram kæru daginn eftir.

Gerandinn ýmist neitaði eða játaði á sig brotið í skýrslutökum lögreglu en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa kannski haft þá á tilfinningunni að stúlkan væri ekki til í þetta. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í 15 mánaða fangelsi.

Eftir að dómurinn féll leið ekki á löngu þar til stúlkan fór að finn fyrir andúð og slæmu viðmóti frá stórum hópi fólks í bænum. Fólk horfði undan þegar það mætti henni úti á götu og heilsaði henni ekki þegar hún afgreiddi það í verslun. Hún fékk nafnlaus sms með hótunum og ljótum orðum. Þegar hún var úti að skemmta sér með vinum sínum gekk fólk upp að henni og sagði henni að hún væri ógeðsleg og vinum hennar að passa sig á henni.

Þolendur kynferðisofbeldis skyldu varast að leita réttar síns

Ári eftir nauðgunina var dómurinn staðfestur í Hæstarétti. Eftir þann dóm birtu foreldrar stúlkunnar tilkynningu í bæjarblaðinu þess efnis að skilaboðin til dóttur þeirra sýndu svart á hvítu að þolendur kynferðisofbeldis skyldu varast að leita réttar síns. Aðrar stúlkur sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á svipuðum tíma hafa haft samband við hana og sagt að þær hafi ekki þorað að kæra vegna meðferðarinnar sem hún fékk. Þær þorðu ekki að kæra af hræðslu við bæjarfélagið.

- Auglýsing -

Stúlkan flutti aldrei aftur til Húsavíkur eftir þetta og kom sáralítið til bæjarins því henni leið svo illa þar. Hún kláraði menntaskóla í Reykjavík og flutti síðan til Noregs þar sem hún býr enn og starfar sem læknir. Hún segir að þegar hún heimsæki Húsavík upplifi hún aldrei þá tilfinningu að vera komin heim, þ.e. þessa ljúfu heimkomutilfinningu sem fyllir flesta þá sem heimsækja æskuslóðir sínar.

Undirskriftarlisti til stuðnings geranda hennar

Á 18 ára afmælisdaginn sinn fékk stúlkan síðan símtal frá prestinum í bænum sem sagði henni að um bæinn gengi undirskriftarlisti til stuðnings geranda hennar.

Ekki er vitað hver stóð að baki þessu framtaki en vitað er að það var með vitund og vilja hins dæmda og fjölskyldu hans. 113 manns skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna. Var það fólk á öllum aldri og meðal annars fólk sem stúlkan og fjölskyldan hennar álitu vera vini sína. Yfirlýsingin og listinn voru síðan birt í bæjarblaðinu. Þegar blaðið kom út var stúlkan flutt til Reykjavíkur, en fjölskylda hennar upplifði andúðina á götum bæjarins.

- Auglýsing -

Fólk á listanum veitti fjölmiðlum viðtöl og sögðu þar sumir að þeim fyndist að strákurinn ætti að njóta vafans.

„Ég trúi því ekki að hann hafi gert þetta, hann er bara ekki þannig strákur,“ sagði einn stuðningsmaður.

Sagt var að pilturinn hefði alveg eins getað kært stúlkuna fyrir nauðgun, þetta hefði verið spurning um hvort þeirra yrði á undan. Sagt var að hún hefði kært nauðgun til að forðast vandræði hjá kærasta sínum. En vinkona stúlkunnar kom að henni og gerandanum og fylgdi henni heim til kærasta síns. Þau sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna þekktu málið bara af sögusögnum og höfðu líklega ekki lesið dóminn.

HÉR er hægt að hlusta á erindið í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -