Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Íbúar móðgaðir og segja Grafarvog ekki ghettó: „Eru þetta ekki ærumeiðingar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í Grafarvogi eru ekki alls kosta ánægðir með umsögn ónefnds fasteignasala sem Fréttatíminn hafði eftir honum. Í frétt fjölmiðilsins um eldsvoða í Spönginni var fullyrt að ónefndur fasteignasali teldi mikla hættu á því að fasteignaveð í Grafarvogi fari lækkandi enda „sé hverfi 112 að þróast mjög út í að vera gettó“.

Einn íbúi, Gunnar nokkur, spyr nágranna sína innan Facebook-hóps íbúa hvort þetta sé rétt. „Hvað segið þið, búum við í gettói?,“ spyr hann. Flestir taka illa í þetta og taka sem nánast árás á hverfið.

Einn skrifar: „Hver er að tjá sig með þessum hætti? Hver er ábyrgð viðkomandi?“ Annar segir: „Eru þetta ekki ærumeiðingar?“ Sá þriðji tekur undir og skrifar: „Þarf ekki að ræða alvarlega við þennan fasteignasala og blaðamanns ónefni. Þetta er alvarleg alhæfing um þetta góða hverfi okkar.“

Sá fjórði er á svipuðum slóðum: „Hér er ábyrgðarlaust tal ef satt reynist að fasteignasali hafi látið hafa þetta eftir sér. Hann verður að rökstyðja þetta betur og nafn hans uppgefið svo öruggt sé að íbúar í mínu frábæra hverfi snúi sér alla vega ekki til hans eða hans fasteignasölu, hugi þeir á að selja eign sína. Látum ekki misvitran fasteignasala rýra verðmæti eigna okkar.“

Sumir segja þó að ef Grafarvogur sé gettó þá er það Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og meirihlutanum að kenna. „Fulltrúar úr borgarstjórnarmeirihlutanum hafa lýst í fjölmiðlum andstyggð sinni á þessu hverfi,“ segir einn maður.

Kona nokkur segir íbúa hafa barist gegn þessu á árum áður. „Ég man að Einar sem var varðstjóri hér í Grafarvogi fyrir aldamót bað okkur um að tala ekki hverfið okkar niður í fjölmiðlum.“

- Auglýsing -

Ein kona virðist telja að bara eitt hverfi geti verið gettó og skrifar: „Ég hélt að Breiðholti væri gettóið.“ Önnur kona segir að Grafarvogur sé mögulega að taka titillinn af Grafarvogi. „Þegar ég var unglingur og bjó í foldahverfinu í blokkunum þá var ég kölluð af manneskju úr Breiðholti snobb fyrir það eitt að búa í Grafarvogi sem mér fannst alltaf mjög fyndið því ég bjó þá í gömlum verkamannablokkum en hann í raðhúsi. En ég hef heyrt það áður að Breiðholtið er orðið fjölskylduvænna en Grafarvogurinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -