Miðvikudagur 22. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Íbúi Betra lífs: „Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem mér finnst ég eiga heima einhvers staðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Einn maður sagði við mig i fyrra sko, eldri maður, sem sagði: „Þetta er i fyrsta skipti Í þrjú ár sem mér finnst ég eiga heima einhversstaðar, þegar ég hef lykil af herbergi.“ Þetta er raunveruleikinn fyrir þetta fólk. Þessi maður fékk síðan félagsíbúð en hann var búinn að bíða í níu ár eftir henni. Níu ár,“ sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðumaður áfangaheim­il­is­ins Betra líf, í samtali við Mannlíf í morgun.

Mikil umræða skapaðist um áfangaheimilið í kjölfar eldsvoðans sem kom upp í húsnæðinu í síðustu viku og lýstu nágrannar yfir áhyggjum sínum. Arnari sárnar umræðan síðustu daga en sjálfur segist hann, ásamt syni sínum og kærustu hans, sjá um húsnæðið í sjálfboðavinnu. Í viðtalinu segir hann frá raunveruleika fólksins sem leitar til hans en fólkið sem er býr á áfangaheimilinu er allt að bíða eftir því að komast í meðferð.
„Eiginlega í öllum tilfellum þá skutla ég þeim upp á Vog. Það er bara þannig. Ekki bara það, ég þekki líka fullt af fólki sem er að vinna hjá SÁÁ og get reynt að ýta á það að það fái flýtimeðferð,‘‘ segir hann en viðtalið við Arnar mun birtast í heild sinni á vef Mannlífs í kvöld

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -