Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.7 C
Reykjavik

IKEA hætt í viðskiptum við Rapyd – Heimasíða stofnuð þeim til höfuðs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

IKEA á Íslandi hefur nú bæst í hóp fyrirtækja sem hafa á undanförnum vikum hætt viðskiptum við fyrirtækið Rapyd en hið síðarnefnda hefur verið eitt umdeildasta fyrirtæki landsins eftir að forstjóri þess lét hafa eftir sér að allar aðgerðir Ísrael til að drepa meðlimi Hamas væru réttlætanlegar. Arik Shtilman, forstjórinn og stofnandi Rapyd, er sjálfur frá Ísrael.

Ummæli hans vöktu hörð viðbrögð í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkur fyrirtæki hætt að notast við færsluhirðingu Rapyd en fyrirtækið sérhæfir sig í slíku. Þá hefur HSÍ verið gagnrýnt fyrir styrktarsamning sem sambandið gerði við Rapyd stuttu eftir að Shtilman lét ummælin falla. Í nóvember fór svo heimasíðan Hirðir.is í loftið en tilgangur hennar er að upplýsa um hvaða íslensku fyrirtæki eiga í viðskiptum við Rapyd.

Ljóst er IKEA mun ekki notast við færsluhirðingu Rapyd og hefur fyrirtækið samið við Teya um slíkt. Mannlíf hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Guðnýju Aradóttur, verslunarstjóra IKEA, og Stefán Dagsson, framkvæmdastjóra IKEA, til að spyrjast fyrir um ástæður þess að IKEA skipti um þjónustu en þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað. Mannlíf fékk það staðfest hjá þjónustuveri IKEA að fyrirtækið hafi skipt yfir til Teya í nóvember.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -