Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Illugi hugsar 150 ár aftur í tímann: „Ekkert ólíklegt að tugir manna hefðu farist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður er þakklátur fyrir gulu og appelsínugulu viðvaranir Veðurstofunnar.

Nú þegar hver viðvörunin rekur aðra á Íslandi hugsar Illugi Jökulsson um þá sjómenn sem á undan okkur Íslendingum hefur gengið. Það gerir hann í færslu á Facebook sem hann setti fram áður en nýjasta lægðin skall á landinu. Fær hún lesandann til að ímynda sér hversu gott við eigum í dag með allri þeirri tækni sem vísindamenn okkar og sjómenn búa yfir. Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Mér skilst að um fjögurleytið í nótt verði enn skaplegt veður suður með sjó. Það hefði þýtt í febrúarbyrjun fyrir 150 árum að formenn hefðu rifið upp áhafnir sínar og komið þeim í bátana og karlarnir og stöku kerlingar hefðu róið til hafs á þessum opnu skeljum og byrjað að draga vertíðarþorskinn köld og lúin um sexleytið. Upp úr því skilst mér að veðrið muni fara að versna í fyrramálið og það verði komið ofsaveður milli sjö og átta. Þá hefðu formenn farið að skipa mönnum sínum að róa lífróður í land en svo og svo margir bátar hefðu aldrei náð alla leið og ekkert ólíklegt að tugir manna hefðu farist fyrir 150 árum í veðri eins og því sem nú er von á, og ég veit ekki hvað margir krakkar misst pabba sinn og nokkrir líklega mömmu. Við getum þakkað vel og lengi fyrir hinar gulu og appelsínugulu viðvaranir og betri báta og skip.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -