Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Inga leggur fram vantrauststillögu á Svandísi: „Ráðherra sem brýtur gegn lögum þarf axla ábyrgð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra.

Tillagan er lögð fram til að bregðast við því sem fram kemur í áliti Umboðsmanns Alþingis um störf Matvælaráðherra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ingu. Þar segir að ráðherrann hafi farið „út fyrir valdheimildir sínar og braut gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólks og lögmætisreglu.“

Í tilkynningunni eru fjórir punktar tilteknir um ástæðu vantrauststillögunnar:

  • Reglugerðin hafði ekki nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar.
  • Útgáfa reglugerðarinnar samrýmdist ekki kröfum um meðalhóf og réttmætar væntingar.
  • Ráðherra braut gegn lögmætisregu og braut þar með gegn 75. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um atvinnufrelsi.
  • Með setningu inngripsmikillar reglugerðar án eðlilegs fyrirvara braut ráðherra gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.

Þá segir einnig í tilkynningunni að Svandís hafi líklegast bakað ríkissjóði skaðabótaskyldu:

„Með setningu reglugerðar sem skorti viðhlítandi lagaheimild og án þess að gæta að meðalhófi, hefur ráðherrann vafalítið bakað ríkissjóði skaðabótaskyldu.“

Að lokum segir í tilkynningunni að ráðherra sem brjóti gegn lögum eigi að axla ábyrð.

- Auglýsing -

„Sjálf lýsti ráðherrann því yfir að hún hefði ekki lagaheimild til að afturkalla veiðileyfið. Engu að síður setti hún reglugerð án fyrirvara sem kom í veg fyrir nýtingu leyfisins. Ráðherra sem brýtur gegn lögum, brýtur gegn stjórnarskrá, þarf að axla ábyrgð gjörða sinna. Flokkur fólksins krefst þess að hún víki þegar í stað.“

Hvorki náðist í Ingu Sæland né Svandísi Svavarsdóttur við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -