Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ingibjörg styður Eddu: „Þegar Edda tekur sér smá frí er því slegið upp eins og það sé skandall“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sá frétt á DV í dag þar sem ýjað er að því að Edda Falak sé að svíkjast undan vegna þess að hún tók sér frí í janúar. Sem síðan var tekin upp af fleiri miðlum. Þetta er hluti af því áreiti sem hún þarf stöðugt að þola, þar sem fjölmiðlar leika sér að gera hana að viðfangsefni, þegar hún má ekki fara í frí eins og annað fólk án þess að það séu birtar um það neikvæðar fréttir í fjölmiðlum,“ skrifar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir á Facebook-færslu í gær.

Þá telur hún fæsta gera sér grein fyrir vinnunni, upplýsingaöflun og úrvinnslu gagna sem liggur á bak hverjum þætti. Hún segir Eddu stöðugt vinna að því að finna frásögnum þolanda réttan farveg og fyrir vikið hafi hún þurft að þola gríðarlegt áreiti og neikvæða umræðu um sig. „Svo þegar Edda tekur sér smá frí þá er því slegið upp eins og það sé skandall. Við ættum frekar að þakka fyrir allt sem hún hefur sett í þetta og sömuleiðis að hún hlúi aðeins að sér þegar á þarf að halda,“ skrifar Ingibjörg en færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -