Sunnudagur 16. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ísland á svartan lista í júní vegna aðgerðarleysis gegn peningaþvætti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland hefur frest fram í júní til að bæta lagaumhverfi og auka varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ellegar enda á svörtum lista.

Þetta kemur fram í umsögn frumvarps um skráningu raunverulegra eigenda sem nú er í fyrstu umræðu. Skylt verður að halda skrá um raunverulega eigendur fyrirtækja verði frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að lögum en frumvarpið er umtalsvert skref í átt að uppfyllingu skilyrðanna.

Hugtakið „raunverulegur eigandi“ fjallar um þá einstaklinga sem í raun eiga starfsemi eða stýrir þeim viðskiptamanni, lögaðila eða einstaklingum sem formlega eiga eða stýra viðskiptunum.

Með lagabreytingunni verður því skylda að greina frá einstaklingum sem til að mynda „ráða yfir meira en 25% atkvæðisréttar eða teljast á annan hátt hafa yfirráð yfir lögaðila; ákvæðið á þó ekki við um lögaðila sem skráðir eru á skipulegum markaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir.“ Raunverulegir eigendur eru skilgreindir í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samþykkt voru af Alþingi í desember á síðasta ári.

Hið nýja frumvarp er áframhald á aðgerðum yfirvalda gegn peningaþvætti en Alþjóðlegur vinnuhópur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF, gerði árið 2017 úttekt á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Ísland gekk til samstarfs við FATF í september 1991 og með aðild sinni skuldbatt Ísland sig til að samræma löggjöf og laga starfsreglur að tilmælum FATF. Tilmæli FATF hafa verið leiðandi á heimsvísu og hafa tilskipanir Evrópusambandsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verið í samræmi við þau. Tilmælin mynda því grundvöll sameiginlegra viðbragða við framangreindum ógnum við sjálfstæði fjármálakerfisins og tryggja jafnvægi innan þess,“ segir í umsögn um frumvarpið.

Ísland fékk aðvörun í fyrra um að stjórnvöld yrðu að taka sig taki og innleiða betri varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ellegar yrði Ísland sett á alþjóðlegan lista yfir ósamvinnuþýð ríki. „Í úttekt samtakanna á stöðu mála Íslandi, sem var gerð opinber í apríl 2018, fengu varnir Íslands gegn peningaþvætti falleinkunn,“ segir í úttekt Kjarnans vegna málsins. „Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregðast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægjanlegar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósamvinnuþýð ríki myndi það, að mati innlendra hagsmunaaðila, leiða til þess að orðstír og trúverðugleiki Íslands á alþjóðavettvangi biði verulega hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strangari kröfur til landsins og aðila sem þar búa um hvers konar fjármálastarfsemi, stofnun útibúa, dótturfélaga og umboðsskrifstofa og jafnvel útgáfu aðvarana um að viðskipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á peningaþvætti.“

- Auglýsing -

Með frumvarpi ráðherra er að mörgu leyti komið til móts við athugasemdir hópsins. Ísland hefur frest fram í júní á þessu ári til að bregðast við niðurstöðu úttektarinnar.

Gert er ráð fyrir að skráðar verði upplýsingar um þá einstaklinga sem í raun geta tekið ákvörðun um ráðstöfun fjármuna, stjórnun aðilans eða sem njóta góðs af þeim eignum sem um ræðir.

„Lagt er lagt til að skrifstofa fjármálagreininga lögreglu, Fjármálaeftirlitið, ríkisskattstjóri, lögregla, héraðssaksóknari og tollstjóri hafi aðgang að öllum upplýsingum og gögnum um raunverulega eigendur lögaðila. Einnig er lagt til að skattyfirvöld hafi aðgang að öllum upplýsingum og gögnum um raunverulega eigendur vegna skatteftirlits, upplýsingaskipta milli landa og skattrannsókn. Lagt er til að tilkynningarskyldir aðilar í skilningi laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum og gögnum þegar þeir framkvæma áreiðanleikakönnun og að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og ár, búsetuland, ríkisfang og stærð og tegund eignarhalds.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Eftirlit Íslendinga með peningaþvætti fær falleinkunn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -