Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Íslensk sundmenning tilnefnd á skrá UNESCO: „Skipar sérstakan og mikilvægan sess í daglegu lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilkynningu frá Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra er greint frá því að ákveðið hafi verið að tilnefna íslenska sundmenningu á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns en skrá um slíkt hefur fest sig í sess undanfarin ár. Dæmi um aðra menningu sem eru þessari skrá má nefna sauna-menningu Finnlands og hið franska baguette-brauð. Stofnun Árna Magnússonar og Þjóðminjasafn Íslands halda utan um þá vinnu sem fer í verkefnið.

„Við Íslendingar búum svo vel að hafa greiðan aðgang að heitu vatni sem veitir okkur mikilvæg lífsgæði, þar á meðal almenningslaugarnar okkar. Sundlaugamenning skipar sérstakan og mikilvægan sess í daglegu lífi landsmanna. Að hittast í heita pottinum eða fara með fjölskyldunni í sund er félagsleg tenging sem er ómetanleg og hefur svo sannarlega áhrif, ekki bara líkamlega heldur andlega líka. Í sundi deilir fólk dýrmætum samverustundum þar sem snjalltæki eru skilin eftir og allir sitja við sama borð. Sundlaugamenningin okkar er einstaklega falleg, tímalaus og heilsueflandi og það er von mín að þessi skráning breiði út fagnaðarerindið og verði fyrsta sjálfstæða tilnefning Íslands á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um málið.

Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan:

79% fullorðinna fer í sund

Almenningssundlaugar á Íslandi skipa mikilvægan sess í hversdagslífi landsmanna. Samkvæmt nýlegri könnun kom í ljós að 79% fullorðinna fer í sund. Að auki stunda börn og ungmenni laugarnar reglulega, meðal annars með þátttöku í skólasundi. Sundlaugamenning stuðlar að bættri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og teljast sundlaugar til mikilvægra almenningsgæða hér á landi. Um allt land hittast fjölbreyttir hópar fólks í laugum landsins sem telja sundið, laugarnar og heitu pottana ómissandi hluta af daglegu lífi.

Á Íslandi eru um 120 almenningssundlaugar og eru þær flestar reknar af sveitarfélögum. Sveitarfélögin eru því mikilvægir þátttakendur og stuðningsaðilar við tilnefninguna, ekki hvað síst Reykjavíkurborg sem rekur átta sundlaugar, en alls studdu níu sveitarfélög víðsvegar um landið tilnefninguna. Sundlaugargestir hvaðanæva af landinu tóku þátt í ferlinu og studdu tilnefninguna en stuðningsyfirlýsingar bárust m.a. frá Sundsambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands, einstaka sundfélögum, sundhópum og einstaklingum.

- Auglýsing -

Nú tekur við 18 mánaða matsferli hjá UNESCO en í desember 2025 mun koma í ljós hvort sundlaugamenning verði skráð á listann.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -