Sunnudagur 28. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Íslenska ríkið brotlegt í kosningunum 2021: „Enn einu sinni er Ísland rassskelt af MDE“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska ríkið braut gegn réttinum til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða við alþingiskosningar 2021, samkvæmt úrskurði Mannréttindadómsstóls Evrópu. Var hann kveðinn upp í morgun. RÚV sagði frá niðurstöðunni.

Kosningarnar árið 2021 voru frægar vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem fimm frambjóðendur misstu þingsæti sitt og aðrir fimm fengu sæti. Tveir frambjóðendanna sem misstu þingsæti sitt, þeir Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata, leituðu til Mannréttindadómsstólsins.

Ýmsir alvarlegir annmarkar komu í ljós við framkvæmd kosninganna en kjörgögn voru til dæmis látin liggja óinnsigluð frá kjördegi þar til þau voru talinn degi seinna.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að óumdeilt sé að annmarkar hafi verið við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi en rétturinn segir ekki ástæðu til að efast um rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar, sem skipuð var til að rannsaka ágallana í Norðvesturkjördæmi, né heldur meðferð Alþingis á kvörtunum þingmannanna. Þó kemur fram í dómnum að það sé hlutverk þingmanna að úrskurða um kjör til Alþingis. Vegna eðli málsins geti þeir ekki verið „pólitískt hlutlægir“ en sérstaklega er minnst á að meðal þeirra þingmanna sem fengu hlutverkið séu einmitt þeir sem áttu sæti sitt undir.

Þá gerir dómurinn athugasemd við meðferð talningarmálsins fyrir undirbúningskjörbréfanefnd, kjörbréfanefnd og Alþingi, hafi markast af „takmarkalausum ákvörðunarrétti“. Það hafi brotið gegn þrettándu grein sáttmálans um rétt til skilvirkra réttarúrræða og réttinn til frjálsra kosninga. Er íslenska ríkinu því dæmt til að greiða hvorum þingmanninum tæpar tvær milljónir króna.

Viðbrögð við dómnum

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar skrifaði færslu um dóminn sem hún segir að sé áfellisdómur fyrir íslensk stjórnvöld: „Muniði kosningarnar 2021 og talningar í Borgarnesi? Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú dæmt kjósendum í hag. Dómstóllinn er ekki sammála ríkisstjórnarflokkunum um að framkvæmd kosninganna hafi verið lýðræðisleg. Enn og aftur áfellisdómur fyrir íslensk stjórnvöld í grundvallarmáli.“

Atli Þór Fanndal, ramkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparency International, tjáði sig einnig um dóminn en í styttra máli en Helga Vala:

„Enn einu sinni er Ísland rassskelt af MDE.“

- Auglýsing -

Magnús Davíð Norðdahl, annar þeirra sem kærðu kosningarnar skrifaði einnig færslu þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins var kunngjörð. Þar sagðist hann finna bæði fyrir ánægju og kvíða. „Fullnaðarsigur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu,“ skrifar hann í Facebook-færslunni og segir á öðrum stað: „Á sama tíma og ég finn fyrir mikilli ánægju og gleði að dómstóllinn hafi tekið undir þau sjónarmið, sem við höfum haldið fram frá upphafi þessa máls, er það kvíðvænlegt að annmarkar séu á fyrirkomulagi lýðræðis í okkar samfélagi.“

Bætir hann svo eftirfarandi orðum við:

„Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild voru því undir í þessu mikilvæga máli.
Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Nú er það stjórnvalda að grípa til allra viðeigandi ráðstafana til þess að vernda lýðræðið og tryggja að atburðir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Það þarf meðal annars að gera með löngu tímabærum breytingum á stjórnarskrá.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -