Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Íslenskukennsla erlendra nemenda: „Tónlistin kemur þeim öllum svolítið á óvart.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þráinn Árni Baldvinsson er með mörg járn í eldinum en hann rekur eigin tónlistarskóla og kennir auk þess í nokkrum skólum, svo sem Norðlingaskóla þar sem tónlist er notuð í íslenskukennslu erlendra nemenda. „Við þurfum að geta boðið upp á eins margar kennsluaðferðir og mögulegt er,“ segir Þráinn í samtali við Kennarasamband Íslands.

Þráinn segir að þegar kemur að íslenskukennslu erlendra barna í Norðlingaskóla sé almennt lögð áhersla á að styðja við nemendur.

„Þetta er aðferð sem hentar sérstaklega vel með yngri börnunum. Eldri nemendur eru aðeins tregari í taumi, en tónlistin kemur þeim öllum svolítið á óvart. Þeir reikna með að íslenskukennslan sé í hefðbundinni kennslustofu; stóll og borð. Þetta umhverfi, tónlistarstofan, virkar vel. Ég held að það sé hægt að nota þessa aðferð alls staðar, svo sem í heimilisfræðistofu og smíðastofu, en reynsla okkar, sem er reyndar ekkert mikil ennþá, er sú að þeim mun fyrr sem við byrjum, það er að segja þeim mun yngri sem börnin eru, þeim mun betur gengur. Unglingadeildin er erfiðari, en ég held að það sé kannski bara eitthvað sem við getum unnið betur með; yngri eintökin voru svo svakalega jákvæð og móttækileg að allar hindranir með eldri krökkunum voru í okkar huga stærri en þær í raun voru.“

Hver eru viðbrögð foreldra barnanna og auðvitað barnanna sjálfra varðandi þessar áherslur í íslenskukennslu?

„Krakkarnir sem eru ekki lengur í Tónabrú koma reglulega upp að mér á göngum skólans og spyrja hvenær þeir fái að mæta aftur til mín og Erlu. Það eru bestu meðmæli sem hægt er að fá. Foreldrar sem við höfum talað við eru allir í skýjunum með þetta. Ég held við þyrftum að vera með foreldrana enn betur innvinklaða í þetta því krakkarnir ræða auðvitað við foreldra sína þegar þeir koma heim. Það er næsta mál á dagskrá hvernig við náum foreldrunum í námið með krökkunum.“

- Auglýsing -

Hægt er að lesa viðtalið heild sinni HÉR.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -