Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ívar fékk kransæðastíflu á hafi úti: „Já, þú ferð ekkert vinur minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reyðfirðingurinn Ívar Þórarinsson keypti trillu fyrir fermingarpeningana sína. 16 ára var hann orðinn háseti á síldarbáti. Hann lenti snemma í mannraunum á sjó. Ívar var skipverji á Snæfugli SU 20 þegar báturinn fórst 30 júlí 1963 út af Austfjörðum. Hann segir sögu sína í Sjóaranum.

Kransæðastífla varð til þess að Ívar hætti á sjó, fyrir þrjátíu árum. Ívar fór að finna fyrir einkennum á sjónum.

Reynir: „Varstu alltaf að fá einkenni en gerðir ekkert í því?“

Ívar: „Já, svona smá saman og það var ekkert gert í því fyrr en … við lönduðum alltaf á Raufarhöfn og á Siglufirði og eina nóttina fór ég til héraðslæknisins á Raufarhöfn. Og hann sagði mér að þetta væri bara rifjagigt. Þetta væri allt í lagi og ég skyldi bara nota mér heitu pottana og sundlaugarnar þegar ég yrði í landi. En það varð nú lítið úr því af því að í þriðja túrnum eða þeim fjórða, fórum við til Grindavíkur. Konan mín vildi fara með mig upp á heilsugæslu og láta athuga með þetta. Ég er settur þar upp á bekkinn og hjartalínurit og svoleiðis en ég sagði náttúrulega við lækninn að við værum að fara út klukkan tíu í kvöld frá Grindavík. Þá sagði hann: „Já, þú ferð ekkert vinur minn. Þú ferð bara beint inn á Borgarspítala“. Og ég var bara settur í forgang.“

Reynir: „Þannig að þú hefur bara verið heppinn að konan dró þig upp á heilsugæslu?“

Ívar: „Segðu! Já, hún var búin að impra á þessu áður.“

- Auglýsing -

Reynir spyr Ívar út í einkennin.

Ívar: „Ég var úthaldslaus, svitnaði mikið og var máttlaus og slappur.“

Reynir: „Þetta hefði ekkert verið gamanmál ef þetta hefði orðið stóráfall úti á hafi. Þá hefði þetta líklega verið búið hjá þér.“

- Auglýsing -

Ívar: „Já, það er engin spurning.“

Ívar fór að lokum í stóra aðgerð þar sem skipt var um æðar og bönnuðu læknarnir honum að fara aftur á sjó.

Sjá þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -