Þriðjudagur 21. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ivu kippt úr fræðsluverkefni vegna meintra skoðana:„Tel á mér brotið og ætla að leita réttar míns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Iva Marín Adrichem, söngkona og laganemi ætlar að leita réttar síns en henni var kippt út úr fræðsluverkefninu Gott aðgengi í ferðaþjónustu, sem er á vegum Ferðamálastofu.

Verkefnið var unnið í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra og Öryrkjabandalag Íslands. Eftir að hún hafði komið fram í myndbandi fræðsluverkefnisins barst henni tölvupóstur frá ferðamálastjóra þar sem henni er tjáð að hún verði tekin út úr myndbandinu og annar fenginn í hennar stað. Ástæðan sé sú að athugasemdir höfðu borist ÖÍ og Sjálfsbjörg vegna opinberra skoðana hennar gegn transfólki sem hún segist ekki kannast við. Telur Ivu að með þessu hafi verið brotið á hennar rétti og mun hún því leita réttar síns.

Iva sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu fyrir stundu:

„Meðfylgjandi skjáskot sýnir Facebook skilaboð sem settur ferðamálastjóri sendi mér á mánudag í síðastliðinni viku. Á þennan samskiptamáta er mér tilkynnt af forstöðumanni opinberrar stofnunar, að vegna skoðana minna hefur verið ákveðið að ég verði klippt út úr kynningarmyndbandi sem ég kom fram í fyrir Ferðamálastofu og var frumsýnt í haust. Einnig var mér greint frá því að myndbandið yrði endurgert og annar blindur einstaklingur fenginn til verksins í minn stað. 

Umrætt myndband er liður í fræðsluverkefninu Gott aðgengi í ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa vann í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra og Öryrkjabandalag Íslands. Í símtali mínu við Ferðamálastjóra kom fram að kvartanir um þátttöku mína hafi þegar borist eftir frumsýningu myndbandsins síðastliðið haust og að nýtt myndband sé komið í framleiðslu. Þó var ég ekki upplýst um málið fyrr og greinilegt að ég fái ekki tækifæri til að andmæla þeirri ákvörðun að endurgera myndbandið vegna skoðana minna. Eftir samtal við ferðamálastjóra er ljóst að honum er hvorki kunnugt um hverjir gerðu athugasemdir við hlutverk mitt í myndbandinu, né hvaða skoðana minna eða ummæla þær athugasemdir taka til efnislega. Af Facebook skilaboðunum frá ferðamálastjóra má hins vegar leiða að mér hafi verið gerðar upp skoðanir sem ég gengst ekki við að hafa.

Burtséð frá því, þá eru samkvæmt stjórnarskrá allir frjálsir skoðanna sinna og sannfæringar á Íslandi. Þar er jafnframt að finna jafnræðisregluna, meginreglu stjórnsýsluréttarins sem stjórnvöldum, þar á meðal Ferðamálastofu, ber skylda til að virða. Í henni felst að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda, án tillits til tiltekinna þátta, þar á meðal skoðana. Því gerast Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ augljóslega brotleg við meginstoðir réttarríkisins með ákvörðun sinni um að skerða rétt minn til atvinnuþátttöku vegna pólitískra skoðana, auk þess að valda mér fjárhagslegu tjóni, mannorðsskaða og andlegum miska. Sérstaklega er ámælisvert af Ferðamálastofu, sem lögum samkvæmt flokkast undir stjórnvald, að taka slíka ákvörðun byggða á nafnlausum athugasemdum, án þess að hafa rætt við alla málsaðila eða kynnt sér forsendur og sannleiksgildi athugasemdanna efnislega. 

- Auglýsing -

Einnig skýtur skökku við að samtök sem beita sér fyrir réttindum fatlaðs fólks geti ekki virt mannréttindaákvæði stjórnarskrár í eigin starfi. Hér hefur ÖBÍ sýnt í verki að samtökin starfi ekki í þágu alls fatlaðs fólks þar sem þau eru reiðubúin að mismuna einstaklingum á grundvelli opinberra skoðana. Er gott aðgengi aðeins ætlað þeim sem uppfylla skilyrði ofangreindra aðila um æskilegar skoðanir? 

Ég tel á mér brotið og ætla að leita réttar míns. Að sama skapi varða mannréttindi okkur öll og því á málið fullt erindi fyrir sjónir almennings. Við sem samfélag þurfum að eiga samtal um þessa stefnu í átt til einnar leyfilegrar skoðunar.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -