Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Joðskortur áhyggjuefni fyrir börn verðandi mæðra: „Það þarf að snúa þessari þróun við strax“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mjólkur- og fiskneysla íslendinga hefur minnkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Næringafræðingar hafa áhyggjur af neyslumynstri íslendinga og þá sérstaklega ungra kvenna á barneingaaldri. 80% íslenskra kvenna fá ekki nægilegt magn af joði og getur það haft neikvæð áhrif á börn í móðurkviði. Að stórum hluta skýrist þetta á lítilli neyslu á mjólkurvörum og hvítum fisk.

Börn þeirra mæðra sem neita ekki nægilegs magns af joði á meðgöngu geta glímt við námserfiðleika, þroskaskerðingu og vitræna skerðingu. „Það þarf að snúa þessari þróun við strax,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Embætti landlæknis, í samtali við Kastljós.

„Skjaldkirtillinn er einn af aðalinnkirtlum líkamans og sér um að halda jafnvægi á hormónum hans. Ójafnvægi í starfsemi skjaldkirtils getur leitt til ýmiss konar einkenna, helstu einkenni joðskorts eru m.a. þreyta, þyngdaraukning, svefnleysi, síþreyta og aukin næmni fyrir kulda.

Fóstur framleiða ekki eigin skjaldkirtilshormón fyrr en á öðrum þriðjungi meðgöngunnar og eru því háð skjaldkirtilshormónum frá móður sinni og flutningi þeirra yfir fylgju fram að þeim tíma. Þegar fóstur fara að framleiða eigin skjaldkirtilshormón eru þau samt sem áður háð joði frá móður til að geta framleitt eigin skjaldkirtilshormón. Þess vegna eru barnshafandi konur í sérstökum áhættuhópi,“ segir á síðu Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Þess má geta að eitt vinsælasta vítamínið fyrir verðandi mæður hér á landi, Með barni sem framleitt af Heilsu ehf, inniheldur ekkert joð.

Mynd: Heilsa.is

Einnig hefur ávaxtaneysla minnkað, neysla á mettaðri fitu aukist. Ráðleggingar Embættis landlæknis eru þær að fá ekki meira en 10% orkunnar úr mettaðri fitu en aðeins 2% þjóðarinnar fer eftir þeim.

- Auglýsing -

Skortur á trefjum er það sem skiptir mestu máli þegar skoðað er ástæður á bak við ótímabær dauðsföll í heiminum. „Ef þessu mataræði er haldið svona í langan tíma er aukin hætta á krabbameinum, hjarta-og æðasjúldómum og á sykursýki tvö,“ segir Jóhanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -