Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Jón Gnarr dreymir um lest milli Akureyrar og Reykjavíkur – Verður Lestarflokkurinn að veruleika?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gnarr, grínisti, fyrrum borgarstjóri og margt fleira, er með stóran draum sem hann básúnaði á Twitter. Drauminn um lest á milli Akureyrar og Reykjavíkur.

„ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð“

Undirtektirnar hafa verið svakalegar en hátt í 900 manns hefur sett hjörtu við færsluna og fjölmargir hafa tjáð sig og flestir þeirra taka undir drauminn.

Sturla nokkur er einn af þeim sem tók undir þetta og birti meira að segja mynd af óformlegu plani. „Uppbyggðir teinar og göng undir Öxnadalsheiði. Engir flutningabílar á milli Reykjavíkur og Akureyrar.“

Hversu mikil snilld væri þetta?

Arnaldur benti á að Norðmenn séu með lestir þrátt fyrir veðurfarið þar.

„Og það eru lestir milli ótrúlegustu krummaskuða í Noregi, þar sem oft er þeim mun meira krefjandi að eiga við náttúruöflin en hér.“

- Auglýsing -

William spyr Jón hvort hann sé að geyma bestu rökin fyrir lestinni þar til síðar.

„Sæll Jón, ertu kannski að spara bestu rökin til að sannfæra mestu efasemda mennina seinna? Að ferðast með lest er einfaldlega lang skemmtilegasti og ævintýralegasti ferðamátinn!“

Einhver stakk upp á að Jón stofnaði Lestarflokkinn og tók Jón því mjög vel og úr varð myllumerkið #lestarflokkurinn og stakk Jón upp á slagorðum á borð við „Ekki missa af lestinni!“

- Auglýsing -

Síðan færsla Jóns birtist í gær hefur hann birt þrjár aðrar færslur sem allar enda á myllumerkinu #lestarflokkurinn og birtir hann lestarmyndir með.

Góður draumur maður

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -