Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Jón Gunnarsson með barnabarnið til Svíþjóðar í aðgerð: „Góðar væntingar eru um fullan bata“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþingismaðurinn Jón Gunnarsson eignaðist barnabarn í lok júní, hann greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Stúlkan fékk nafnið Arndís Ragna en þegar hún var aðeins nokkurra daga gömul kom í ljós að hún væri með hjartagalla. Jón fór ásamt ungu foreldrunum, Arnari syni sínum og konu hans, til Svíþjóðar þar sem Arndís átti að gangast undir opna hjartaðgerð. Hann segir frá ferlinu í færslunni sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan.

Nýbakaðir foreldrarnir með dóttur sinni.
Mynd: Facebook

Það voru gleðitíðindi þegar Arndís Ragna kom í heiminn í lok júní. Nokkrum dögum síðar greindist hún með hjartagalla sem kallaði á opna hjartaaðgerð á háskólasjúkrahúsinu í Lundi. 4 vikum seinna fórum við saman til Svíþjóðar í fylgd læknis frá Landsspítalanum. Í stuttu máli gékk aðgerðin, sem tók 5 tíma, vel. Góðar væntingar eru um fullan bata hjá lítla kraftaverkinu okkar. Þetta hefur, eins og gefur að skilja, verið mikið álag á litlu fjölskylduna. En með dyggri aðstoð og hjálp frá yndislegu starfsfólki heilbrigðisþjónustu okkar líður öllum betur. Mikið erum við þakklát fyrir allt það yndislega fólk hérlendis og í Svíþjóð. Ekki síður erum við þakklát almættinu og öllu því trúaða og góða fólki sem með bænum sínum sendi okkur styrk og þá lækningu sem þaðan kemur, það er ómetanlegt.

Arnar Bogi Jónsson ætlar að hlaupa til styrktar Neistanum, félagi hjartveikra barna. Ég hvet þau sem eru aflögu fær að styrkja gott málefni.

Hér er hægt að heita á Arnar í Reykjavíkurmaraþoninu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -