Þriðjudagur 21. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Mun ekki verja Svandísi vantrausti: „Ég á mjög erfitt með að sætta mig við það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segist ekki ætla að verja Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vantrausti, sem Inga Sæland hefur boðað en alþingi kýs um það í næstu viku.

Jón staðfestir þetta í viðtali í Spursmálum þar sem hann var gestur auk Snorra Mássyni, ritstjóra miðilsins Ritstjóri.is og Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra.

Eftirfarandi sagði Jón í viðtalinu: „Þetta er bara eitt af þess­um stóru vanda­mál­um sem við stönd­um frammi fyr­ir í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi, þessi van­traust­stil­laga sem hef­ur verið boðuð og mun koma fram. Og ég hef sagt það áður að ég sé ekki bara út frá prinsipp­um hvernig þing­menn sem hafa ein­hver prinsipp í póli­tík geti varið ráðherra sem gekk fram með slíku offorsi, sem hún gerði í þessu til­felli og braut ekki bara lög held­ur senni­lega stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins. Og ég vil segja með opin aug­un því það var varað við þessu. Þetta lá svo í aug­um uppi. Lát­um liggja milli hluta dóm­inn, við get­um rætt það, for­send­ur mála sem fara fyr­ir dóm­stóla og eru svona ágrein­ings­efni eins og dóm­inn sem ég var að vitna í áðan þar sem verk Guðmund­ar Inga voru dæmd ógild, að það er þá búið að fara þessa leið og það er ein­hver ágrein­ing­ur í mál­inu. En þarna, er þetta gert með svo aug­ljós­um til­gangi og þannig fram­ferði að ég á mjög erfitt með að sætta mig við það og ætti mjög erfitt með að taka þátt í því að verja ráðherra van­trausti sem að stigi þannig fram.“

„En þú úti­lok­ar það ekki?“ spurði þá stjórnandinn, Stefán Einar Stefánsson.

„Nei, ég bara segi það. Ég mun ekki gera það. Ráðherra sem er í þess­ari stöðu í máli sem hef­ur fengið þessa af­greiðslu á sjálf­ur að stíga til hliðar.“

Snorri Másson tók þá stjórnina af Stefáni og spurði Jón:

- Auglýsing -

„En ef þú verð hana ekki van­trausti. Muntu sætta þig við að aðrir flokks­menn muni verja hana van­trausti?“

Jón svaraði:

„Það verður bara að koma í ljós. Það er auðvitað í mörg horn að líta núna þegar við hugs­um til þess­ara 18 mánaða sem eru eft­ir af þessu kjör­tíma­bili. Og ég fór ágæt­lega hér yfir val­kost­ina sem við stönd­um hér frammi fyr­ir. Heiða seg­ir hér að það vilji nú eng­inn flokk­ur, ann­ar en VG vinna með Fram­sókn og Sjálf­stæðismönn­um, nú þá er bara það aug­ljósa sem ég sagði áðan. Þá boðum við bara þjóðina til alþing­is­kosn­inga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -