Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Jón safnar fyrir Sigurgeir: „Brunasárin þekja því miður stóran hluta líkama hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Ármann Gíslason, sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði, hefur komið á fót söfnun fyrir ungan mann sem er mikið slasaður af völdum  bruna. Pilturinn, Sigurgeir Sankla Ísaksson, er nú á sérhæfðri deild í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum. Foreldrar hans, Ísak Sigurgeirsson og Senee Sankla, starfrækja verslunina Ásbyrgi en þurfa loka næstu vikurnar til að hlúa að Sigurgeiri.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Jóns Ármanns og einnig bankaupplýsingar fyrir þá sem vilja leggja þeim lið.

Góðu vinir, nær og fjær !

Nú nýverið gerðist það hörmulega atvik, að ungur piltur, Sigurgeir Sankla Ísaksson, Ásbyrgi, Kelduhverfi, meiddist mikið af völdum bruna. Hann er mikið slasaður, og  brunasárin þekja því miður stóran hluta líkama hans. Þakka má skjót viðbrögð réttra aðila, sem komu drengnum undir læknishendur eins fljótt og verða mátti. Sigurgeir var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og þaðan á sérhæfða deild í Uppsölum í Svíþjóð, þar sem mjög góð þekking, reynsla og tækni er til staðar að meðhöndla sár af þessu tagi.

Foreldrar drengsins, Ísak Sigurgeirsson og Senee Sankla, Noi, fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Batahorfur eru taldar góðar, en ljóst er að mikið langhlaup er framundan. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun  löng endurhæfing taka við. Þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau hjónin Ísak og Noi starfrækja Verslunina Ásbyrgi, eins og mörgum er kunnugt. Þeim rekstri, sem þau byggja lífsafkomu sína á,  geta þau eðlilega ekki sinnt með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. Þess vegna vil ég að höfðu  samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar.  Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Umfram allt er það von okkar og bæn, að Sigurgeir megi ná heilsu og kröftum á ný.

- Auglýsing -

Kennitala: 590269-6119

Banki: 0192-26-30411

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -