Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Júlí biður foreldra sína fyrirgefningar: „Tengir við brotna sjálfsmynd og áhrif eineltis úr æsku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar var að gefa frá sér lagið Brenndur, sem fylgir á eftir hinu gífurlega vinsæla ástarlagi Ástin heldur vöku. Júlí frumflutti lagið í gær í beinni hjá Gústa B í útvarpsþættinum Veisla á FM957.

Varð fyrir miklu einelti í grunnskóla

„Lagið Brenndur er sprottið út frá minni reynslu og þá sérstaklega minni æsku.

Lagið fjallar um upplifun mína af einelti þegar ég var barn og samskipti mín við mína nánustu fjölskyldu og vini þegar ég er um tvítugt,“ segir Júlí Heiðar í samtali við Vísir.

Hann segist hafa átt virkilega góða æsku, uppeldi og foreldra og fyrir vikið taldi hann sig hafa verið nokkuð sterkan einstakling. Hins vegar átti hann ekki auðvelda skólagöngu.

„Ég varð fyrir miklu einelti í grunnskóla og þegar maður verður fyrir ítrekuðu aðkasti þá er það bara þannig að það fara að myndast sprungur sem erfitt er að fylla upp í án aðstoðar, þá sérstaklega þegar maður er ungur.“

Brotin sjálfsmynd úr æsku

Í þessu lagi lítur Júlí til baka og fer yfir farinn veg. „Mín mesta eftirsjá snýr klárlega að því hvernig ég kom fram við foreldra mína og systkini þegar ég var um tvítugt. Á þessum tíma frá 19 ára til 23 ára hefði ég farið út af sporinu sem ég tengi aðeins við brotna sjálfsmynd og áhrif eineltis úr minni æsku. Þetta hafði mikil áhrif á fjölskylduna mína en það er eitthvað sem ég gat ekki skilið fyrr en ég varð foreldri sjálfur.

- Auglýsing -

Svo lagið er einhverskonar afsökunarbeiðni til þeirra og vitnar í þá sjálfsvinnu sem ég hef þurft að fara í vegna brotinnar sjálfsmyndar frá æsku.“

Skannar ævi sína sem spannar þó ekki nema 31 ár

Júlí segir að sjálfsvinnan hafi skilað honum betri líðan. „Í dag hef ég unnið að miklu leyti úr eineltinu og tel mig vera á góðum stað í lífinu, hamingjusamur, góður faðir og í frábæru sambandi. Það er ákveðið ferðalag að skanna ævi sína, sem spannar þó ekki nema 31 ár, skoða hvaðan maður kemur, hvert maður fór, hvar maður er og hvert maður stefnir í lífinu.

Mér finnst gott að skrifa um þessa hluti og er það mín leið til að skilja mig betur og þroskast.“

- Auglýsing -

HÉR er hægt að lesa fallegt viðtal við Júlí Heiðar tónlistarmann í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -