Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Karen almannatengill: „Að svara ekki neinu, bíða þetta af sér, þegja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
 „Það eru kannski þrjú meginatriði, svo við séum ekki með langa upptalningu. Það er það sem talsvert hefur verið stundað, að svara ekki neinu, bíða þetta af sér, þegja, virkaði betur hér áður fyrr en það gerir núna. Annað er að segja svolítið kannski til að reyna að drepa í forvitninni og hluta af upplifun eða þinni hlið á málinu og svo er þriðja, það er að veita allan aðgang, láta allt gossa, hér er ég og hvað viltu vita? “ segir Karen Kjartansdóttir almannatengill í samtali við Rúv í dag um mál fimmeninganna sem hrökkluðust frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot.

 

Í Kjarnanum um helgina kom fram að miðillinn hefði heimildir fyrir því að almannatengill hefði ráðið þremur mannanna í lok nýliðins árs að segja að þetta væri kjaftasaga. Best væri að þegja málið af sér.

Karen segir að sú aðferð stjórnenda fyrirtækja að þegja af sér mál sé hverfandi. Mörg fyrirtæki hafi ákvæði í stefnu sinni um að hægt sé að víkja fólki frá ef orðspori fyrirtækisins er teflt í tvísýnu. Hvaða nálgun beita almannatenglar í málum sem þessum?

Hliðverðirnir ekki eins valdamiklir og áður

Hún segir það síðastnefnda geta virkað mjög vel því þá sé litið svo á að málið sé tæmt fyrr og þurfi ekki stíga aftur og aftur inn í málið til að leiðrétta og svara ítrekað fyrir.

Þetta með að þegja málin í hel, af hverju er það á undanhaldi?

„Það má segja að það sé 20. aldar nálgun. Það var miklu auðveldara þegar hefðbundnir fjölmiðlar voru hliðverðir að upplýsingum, það var ekki greint frá málum, komust ekki í hámæli öllu heldur, nema hefðbundnir fjölmiðlar fjölluðu um það.“

- Auglýsing -

Í því samhengi rifjar hún upp gamalt mál úr einkalífi fyrrverandi forsætisráðherra.

„Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að horfa á Verbúðina í gær. Það rifjaðist upp gamalt mál hans Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Það var mál sem hann greinir frá í ævisögu sinni, hatrammt deilumál við bandaríska barnsmóður sína, sem fer aldrei í íslenska fjölmiðla. Það er talsvert talað um það í bandarískum fjölmiðlum en íslenskir fjölmiðlar snertu aldrei á því. Það var einfaldlega vegna þess að hann gat beint áhrifum sínum og valdi til að fá þá til að snerta ekki á því. Þetta dugar ekki í dag.“ segir Karen.

Karen tekur fram að það hafi þó verið af allt öðrum toga en þau mál sem nú eru í umræðunni. En með tilkomu samfélagsmiðla og hlaðvarpa, og aðgengi fólks að nánast hverjum sem er, geti hver sem er miðlað reynslu sinni og vakið athygli í samfélaginu.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -