Karlmaður sem liggur inn á sjúkrahúsi í New York er í lífshættu eftir að hafa verið skotinn í höfuðið í neðanjarðarlest í borginni. Atvikið átti sér í síðustu viku en maðurinn sem var skotinn réðst á annan mann sem var með honum í lestinni. Slógust mennirnir í lestarvagninum í nokkurn tíma þar til kona stakk annan þeirra í bakið með hníf. Við þetta reiddist maðurinn mjög mikið og sótti byssu í jakkann sinn og beindi henni að manninum og konunni. Á þessum tímapunkti reyndu sem flestir að flýja í burtu frá átökunum og öskraði fólk meðan það reyndi að forða sér. Fjórum skotum var hleypt af en var maðurinn sem skotinn var í höfuðið sá sem átti byssuna. Samkvæmt lögreglunni í New York náði hinn maðurinn að afvopna árásarmanninn og skjóta hann í höfuðið. Skotmaðurinn hefur verið handtekinn en ekki liggur fyrir hvort hann verður ákærður. Hægt er að horfa á myndbönd af atvikinu hér – Við vörum við þessu myndefni.