Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Katla og Haukur selja Mjósundið: „Ég elska að búa hérna en við erum að fara í stórt prójekt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katla Hreiðars­dótt­ir og maðurinn hennar Haukur Unnar Þorkelsson undirbúa nú sölu á heimili sínu að Mjósundi 16 í hjarta Hafnarfjarðar. Þau hafa á undanförnum árum tekið íbúðina í gegn og gert að sinni. Þau voru dugleg að deila frá framkvæmdunum með fylgjendum á samfélags miðlum. Katla deildi myndskeiði af stórglæsilegu heimili þeirra af reikningi Systra og maka á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Við færsluna skrifar hún:

„Nú loksins þegar allt er að verða klárt ætlum við hjúin að setja á sölu. Við viljum helst ekki fara en erum að skoða annað spennandi verkefni.“

Heimilið er afar litríkt með mikinn karakter með sterka vísun í fimmta áratuginn og dylst engum að hjónin eru mjög hrifin af Retro stílnum.

Katla skrifar að endingu: „Hér má sjá smá video af heimilinu eftir að búið var að þrífa, flokka og skipuleggja í nokkra daga fyrir myndatöku … ef það væri nú bara alltaf svona ægilega fínt.“

Í story segir Katla: „Hér er búið að þrífa og þrífa og þrífa.“ Hún einnig leiðir fylgjendur í gegnum öll þau litlu en mikilvægu handtök sem fylgja því að gera íbúð klára fyrir sölu.

„Af hverju erum við að þessu veseni? Jú, við ætlum að prófa að setja á sölu núna á þriðjudaginn,“ segir Katla.

- Auglýsing -

„Ég mun sakna þessa heimilis alveg hrikalega, ef okkur tekst að selja. EN … ef okkur tekst að selja að þá erum við að fara í MJÖG, MJÖG spennandi verkefni,“ segir Katla. Næsta víst er að fylgjendur eru mjög forvitnir hvað þessi líflegu og skemmtilegu hjón taka sér næst fyrir hendur.

„Ég elska að búa hérna en við erum að fara í svolítið stórt prójekt ef þetta gengur upp,“ segir Katla og deilir því að þetta hafi verið ástæðan fyrir því að hún hafi upplifað nett taugaáfall um daginn. Þessi ákvörðun hjónanna og á sama tíma og Katla stóð í undirbúningi að Góugleði.

„Geggjuð eign og á frábærum stað“ segir Katla og útskýrir að söluyfirlit og auglýsing fasteignarinnar eigi eftir að koma inn seinni part þriðjudagsins.

- Auglýsing -

Á heimasíðunni systurogmakar.is má sjá sitthvað um íbúðina þegar parið hafði nýlega fest á hana kaup. Þar kemur fram að íbúðin samanstendur af miðhæð, risi og bílskúr. Þess auki er geymsla með útgangi út í garð og sameign.

Mannlíf hvetur áhugasama að skoða instagram reikninginn

Hér má að neðan má sjá myndskeiðið:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -