Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Kindur standa yfir dauðum lömbum sínum í Þverárhlíð – Steinunn Árna sendi sveitarstjórninni bréf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dauð lömb liggja eins og hráviði í Þverárhlíð í Borgarfirði og kindurnar sem báru þau komnar með júgurbólgur.

Dautt lamb og móðir þess.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn Árnadóttir baráttukona, sendi sveitartstjóra og sveitarstjórn Borgarbyggðar bréf þar sem hún bað um að kindunum og lömbunum í Þverárhlíð verði sinnt, „svo sómi sé að sauðfjárrækt í Borgarfirði.“ Mannlíf hefur bréfið undir höndum.

Kindin er komin með júgurbólgu.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn hefur verið dugleg að birta ljósmyndir af kindunum í Þverárhlíð sem hafa verið afskiptalaus í langan tíma og borið lömb undir berum himni, rándýrum til gleði.

Nokkrir litlir vinir sem eiga litla möguleika á að lifa af… skrifaði Steinunn Árnadóttir á Facebook og birti ljósmyndir af nokkrum nýbornum lömbum í Þverárhlíð.

Hér má lesa bréf Steinunnar:

„Ágæti sveitarstjóri og sveitarstjórn

Á ferð minni um Þverárhlíð seinnipart fimmtudags 2.maí sá ég kindur sem voru í miklu reiðileysi um alla sveit.
Um var að ræða óbornar kindur, nýbornar kindur og kindur sem stóðu yfir dauðu lömbunum sínum.
Ég vísa í samtal sem fréttamaður RUV átti við sveitarstjóra 26.apríl síðastliðinn. Þar kom fram að mikill metnaður er að landbúnaður sé til fyrirmyndar i Borgarbyggð.
Það getur ekki verið metnaður að sjá umkomulausa málleysingja við þjóðveginn eða um allar mögulegar hlíðar, tún og engjar, sumar í afleitu ástandi.
Óska ég eftir að þessum kindum og lömbum verði sinnt svo sómi sé að sauðfjárrækt í Borgarfirði.
Með kveðju
Steinunn Árnadóttir“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -