Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

„Klæddu“ gæs í úlpu og komu henni inn í hlýjuna: „Nú kúrir hún á gólfinu hjá okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lögreglan á Suðurnesjum fann frosna gæs á vappi og brýnir fyrir fólki að klæða sig vel.

Ljósmynd af gæs dúðuð í úlpu birtist á Facebook-vegg lögreglunnar á Suðurnesjum í dag en gæsin fannst hálf frosin á vappi en goggurinn var frosinn lokaður. Var hún „klædd“ í úlpu og leyft að hlýja sér inni á lögreglustöð.

Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Við munum eftir frostavetrinum mikla 2023 en þá fundum við þessa öðlings gæs á vappi. Eitthvað var henni kalt greyinu og var hún með gogginn frosinn lokaðan. Árvökull vegfarandi sem lét okkur vita lagði til þessa fínu úlpu sem henni var svo pakkað í og færð inn í hlýjuna. Nú kúrir hún á gólfinu hjá okkur og bíður þess að goggurunn þiðni.

Hún biður að heilsa öllum og minnir fólk á að klæða sig vel.“

Ætli þetta sé dúnúlpa?
Ljósmynd: lögreglan á Suðurnesjum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -