Fimmtudagur 11. apríl, 2024
5.8 C
Reykjavik

Klám getur haft áhrif á fjölgun hópnauðgunarmála: Brotaþolar eiga erfitt um vik fyrir dómi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að fjölgun tilkynninga um hópnauðganir til Neyðarmóttöku það sem af er ári, megi hugsanlega rekja til opnari umræðu en áður. Einnig gætu áhrif úr klámi eitthvað haft um málið að segja.

Þessu greinir Fréttablaðið frá í dag.

Steinunn segir að það geti reynst þolendum hópnauðgana erfiðara en öðrum að fara með mál sín í gegnum dómskerfið, vegna þess að gerendur í slíkum málum geti talað sig saman.

Það sem af er ári 2021 hafa nítján leitað til Neyðarmóttöku vegna hópnauðgana. Árið 2020 voru þrettán sem leituðu til Neyðarmóttökunnar vegna slíkra brota og árið þar á undan, 2019, voru það sex.

Steinunn segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist, en umræðan nú sé orðin mun opnari en áður þegar kemur að kynferðisofbeldi, sem geti orsakað að fleiri leiti sér hjálpar nú en áður.

„Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn í samtali við Fréttablaðið.

- Auglýsing -

Steinunn segir að um 20-25 þolendur leiti til Stígamóta á ári hverju vegna hópnauðgana.

„Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn.

Steinunn segir að þegar gerendur geti talað sig saman og verið sammála um vitnisburð sinn sé afar erfitt fyrir þolendur að fara með mál sín fyrir dóm. Hún segist hafa séð mál fara fyrir dóm þar sem þrír eða fjórir gerendur töluðu sig saman um frásögn, sem sé mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -