Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Koðnaði kokkállinn niður við skapahárin?: Nýjasti hlaðvarpsþáttur Jóns Sigurðar væntanlegur í kvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hugum margra er Viktoríutíminn tímabil háttsemis og prúðmennsku. Það þýðir þó ekki að aldrei hafi kynlífsskandalar og ástarerjur skekið alþjóð einsog nú á tímum samfélagsmiðla. Eitt magnaðasta málið af þessum toga skók Bretland árið 1855.  Upphaf þess má rekja til þess þegar fyrirsætan Effie Gray fór í ferðalag til Skotlands með eiginmanni sínum, hinum virta rithöfundi, heimspekingi og listgagnrýnanda John Ruskin. Með í för var félagi hans, myndlistamaðurinn frægi, John Everett Millais sem nýtti þessa ferð meðal annars til að mála mynd af nafna sínum við á eina á hálendi Skotlands. Svo óheppilega vildi til að Effie Gray varð ástfangin af málaranum og ekki gat hann staðist þá strauma sem frá henni stóðu. Skömmu eftir að hjónakornin komu heim til Lundúna sagðist Effie þurfa að heimsækja forlendra sína og nýtti hún þá tækifærið og skildi giftingahring sinn eftir ásamt skilaboðum þess lútandi að hún vildi skilnað, en ekki var hlaupið að slíku á þessum árum. Hún hafði hinsvegar góða ástæðu til því hún var enn hrein mey eftir sex ára hjónaband og hafði yfirvaldið skilning á kröfu hennar svo málið gekk í gegn. Einsog gefur að skilja olli þetta miklu umtali og margir spurðu hví eiginmaðurinn skildi ekki hafa notið þeirrar dýrðar sem bauðst honum heima við en Effie var af flestum talin hin þokkafyllsta frú. Útskýringar hans urðu heldur ekki til þess að draga úr getgátum en hann sagði eitthvað á þá leið að þó konan væri vissulega snoppufríð þá voru þar hlutir í hennar fari sem fældu hann frá því að hafa við hana samfarir. Mikið hefur verið rætt og skrifað um hvað það gæti verið, sem virkaði svo letjandi á hann, og hefur því til dæmis verið varpað fram, og þá vitnað í Effie sjálfa, um að hann hafi haft allt aðrar hugmyndir um líkama kvenna áður en hann komst loks í tæri við hann. Og eiga skapahárin að hafa valdið honum miklum vonbrigðum og vissum viðbjóði. Kaus hann þá heldur líkama þá sem myndlistasagan bauð uppá þar sem ekki vottaði fyrir hárum við kynfærin.

Hvað sem því líður þá bar mörgum saman um að Ruskin hafi komið illa fram við konu sína. Var það því mikill og kærkominn viðsnúningur þegar hún giftist myndlistamanninum Millais árið 1855. Þar stóðu skapahárinn ekki í vegi fyrir samgangi og eignuðust þau ein átta börn. 

Áður en þau rugluðu saman reitum höfðu þau reyndar unnið saman og í fyrstu mynd Millais, þar sem Effie Gray situr fyrir, kemur annar kynlífsskandall við sögu. Myndin ber heitið Lausnarskipun 1746 (Order of Release 1746) en þar er eiginkona að rétta varðmanni bréf þar sem staðfest er lausn eiginmanns hennar úr fangelsi en hann faðmar hana særður og illa farinn. Látið er að því liggja að hún hafi þurft að borga frelsi eiginmannsins með blíðu sinni. 

Í þætti sínum Rúntað á Rucio kemur þetta fólk mikið við sögu en þar segir Jón Sigurður frá öðru málverki Johns Everett Millais. Það heitir Ófelía og er viðfangesefnið fengið úr leikritinu Hamlet eftir sjálfan William Shakespeare og sýnir samnefnda unnustu prinsins drukkna í hyl nokkrum. Myndband sem Nick Cave gerði við lag sitt Where The Wild Roses Grow minnir um margt á þetta verk Millais en á bakvið það leynist sagan af fyrirsætunni Elísabet Siddal en þá sorgarsögu segir Jón Sigurður í þættinum. Þátturinn birtist á vef Mannlífs síðar í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -