Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Krakkar beðnir um að skrá sig á Þorrablótsvakt FH: „Þessi skilaboð fóru í vitlausa grúppu“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Foreldrum barna sem stunda íþróttir í 3. flokki hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar brá í brún er skilaboð bárust frá félaginu í gegnum smáforritið Sportabler.

Ábending um málið barst Mannlífi í dag og hafði sendandinn áhyggjur af málinu. Skilaboðin, sem send voru af Gunnari Inga Leifssyni sölu- og markaðsstjóra knattspyrnudeildar FH en í þeim voru þau sem skilaboðin fengu, beðin um að skrá sig á vakt á Þorrablóti félagsins sem haldið verður föstudaginn næstkomandi. Var beiðnin send á krakka í 3. flokki en þau eru 14 og 15 ára. Eftirfarandi skilaboð voru send:

„Góðan daginn,
Föstudaginn 13.janúar er Þorrablót í Krikanum. Hér er ég með fjáröflun fyrir þá fyrstu sem skrá sig.
Þið merkið ykkur í það box sem þið viljið. Tímasetningar standa fyrir ofan hvort box.
Vaktin 18:45-01:30 er flæðandi, ég þarf 4-5 alveg í byrjun en svo þurfa alltaf að vera 2 á svæðinu milli 20:30 og 00:30. Svo þurfa að vera 4-5 aftur klukkan 00:30. Ég ræði betur við þá sem skrá sig þar.
Skrá sig sem fyrst.
Ef það fyllist ekki í þetta fyrir mánudaginn, þá vel ég leikmenn á vaktirnar. Allt fyrir félagið.“

Mannleg mistök

Mannlíf sendi Gunnari Inga tölvupóst þar sem hann var spurður hvort þetta þætti eðlilegt.

„Vinnan sem um ræðir er á fimmtudeginum frá klukkan 14:00-19:00. Undirbúningur fyrir Þorrablót,“ svaraði Gunnar en er honum var bent á að samkvæmt skilaboðunum hafi verið átt við föstudagskvöld og nótt svaraði hann aftur: „Þessi skilaboð fóru í vitlausa grúppu.“

- Auglýsing -

Er Mannlíf sendi enn einn póstinn og spurði hvert skilaboðin hafi átt að fara hringdi Gunnar í miðilinn og sagði að það hafi aldrei börn átt að vera á þessum vöktum, heldur fullorðnir meðlimir FH. „Bæði fór vitlaust plan út og á vitlausa grúppu,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sent út leiðréttingu um leið og mistökin uppgötvuðust.

Það virðist því um mannleg mistök að ræða og foreldrar krakka í FH geti andað léttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -