Kristín Sif Björgvinsdóttir, þáttastjórnandi Ísland vaknar á K100, vaknaði við heldur óskemmtilegt atvik síðastliðna helgi. Greindi hún frá því í morgunþættinum að hún legið í makindum sínum upp í rúmi og séð lúsmý bíta sig.
„Þær bíta mig alltaf á sama stað. Það er mjög fyndið. Þær bíta mig alltaf á puttann og á ulnliðinn,“ sagði Kristín og bætti við að lúsmýið bíti bæði hana og dóttur hennar, en láti soninn yfirleitt vera. Hún greip til örþrifa ráða næstu nótt og setti viftuna á fullt inni í herbergi. ,,Ég nenni ekkert að vera bitin. Þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt,“ sagði Kristín og ræddi við Jón Axel og Ásgeir Pál um ráð við plágunni sem hefur verið illviðráðanleg síðustu ár.