Föstudagur 17. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Kristinn átti einkafund með Lula da Silva: „Spennan í höfuðborginni Brasilíu er nánast áþreifanleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er nú á ferðalagi ásamt félögum sínum hjá Wikileaks, um Suður- Ameríku. Í gær hitti hann nýkjörinn forseta Brasilíu, Lula.

Ræddu þeir félagar um málefni Julian Assange, fyrrum ritstjóra Wikileaks sem nú sætir pólitískum ofsóknum en hann bíður dóms í bresku fangelsi en Bandaríkjamenn vilja fá hann framseldann svo hægt verði að kæra hann fyrir njósnir. Eftirfarandi texta skrifaði Kristinn á Facebook í dag:

„Nýkjörinn forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva (eða bara Lula), gaf sér tíma til að hitta mig og mína félaga í föruneyti WikiLeaks á ferð um Rómönsku Ameríku í gærkvöld. Mér þótti sérstaklega vænt um fundinn í ljósi þess að hann er að fara í gegnum gríðarlega erfið valdaskipti þar sem rífa þarf stjórnartaumana af Bolsonoaro. Spennan í höfuðborginni Brasilíu er nánast áþreyfanleg.

Við áttum gott spjall á löngum einkafundi um málefni Julian Assange og þær pólitísku ofsóknir sem beinast gegn honum og WikiLeaks. Lula hefur sjálfur þurft að þola slíkar ofsóknir og fangelsun og er pólitísk upprisa hans söguleg með kosningasigri fyrir tæpum mánuði.
Þessi hlýi og þægilegi maður hét áframhaldandi stuðningi við þá baráttu að hrinda ógn við fjölmiðlafresli i heiminum sem ofsókninar gegn Julian fela í sér.
Brasilía, stærsta og öflugasta ríki Suður Ameríku er að senda afdráttarlaus skilaboð til Biden stjórnarinnar. Það hefur Gustavo Petro forseti Kólumbíu þegar gert með skýrum hætti.

Fleiri lönd framundan.“

Lula og Kristinn
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -