Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Kristinn hæðist að seðlabankastjóra: „Bókin verður aldrei kláruð. Enda ævintýri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Seðlabankinn er fastur í kafla í sögunni um Öskubusku, samkvæmt Kristni Hrafnssyni.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson, skrifaði stutta en hnitmiðaða færslu á Facebook þar sem hann birtir skjáskot út frétt þar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri furðar sig á því að verð á húsnæðismarkaði haldi áfram að hækka þrátt fyrir gríðarlegt framboð og lengri sölutíma. „Þetta er ekki sú hagfræði sem kennd sé við hagfræðideildir,“ sagði Ásgeir steinhissa.

Líkir Kristinn þessu við það þegar tærnar og hælarnir voru skornir af vondu systranna í Öskubusku, svo þær pössuðu í skóinn sem Öskubuska skildi eftir á ballinu.

Færsluna má lesa hér:

„Það er náttúrulega viss bömmer þegar veruleikinn er ekki að passa í ramma vísindanna. Við því á auðvitað að bregðast með því að reyna að troða veruleikanum inn í vísindarammann, eins og í ævintýrinu þar sem skorið var af tám og hælum ljótu og leiðinlegu systranna svo lappirnar pössuðu í glerskóinn.

Seðlabankinn er fastur í þessum kafla Öskubusku. Bókin verður aldrei kláruð.
Enda ævintýri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -