Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kvika leitar á náðir stóra bróðurs: „Hringja viðvörunarbjöllum hjá almenningi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stjórn Kviku banka hefur óskað eftir við stjórn Íslandsbanka að samrunaviðræður yrðu hafnar milli bankanna tveggja. Marinó G. Njálsson birti í kjölfarið pistil á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann spyr lesendur hvort þetta hringi viðvörunarbjöllum. Marinó bendir á marga samnefnara þessarar bónar og þess sem átti sér stað fyrir hrun.
„Lítill banki sem sérhæft hefur sig í að sinna efnaðri hluta landsmanna, leitar eftir samruna við banka að stórum hluta í ríkiseigu. Á þetta að hringja viðvörunarbjöllum hjá almenningi?
Kvika banki tók fyrir nokkrum árum yfir sjóði sem „gulldrengir“ eftirhrunsáranna (GAMMA) höfðu byggt upp og nánast sett í þrot. Einn sjóðanna fór úr því að vera verðmetinn á 4,4 milljarða kr. niður í 42 m.kr. á nokkrum mánuðum árið 2019. Ég velti fyrir mér þá, hvort meira væri af úldnu kjeti í kötlum GAMMA og hvort það væri sniðugt af Kviku banka að fara í þessa mjög svo sérstöku björgunaraðgerð.
Rétt um 3 árum og 4 mánuðum eftir yfirtöku sjóðanna leitar Kvika eftir skjóli hjá Íslandsbanka.“
Marinó telur fulla ástæðu til að hafa gætur á enda ekki ólíklegt að ólag sé í rekstri Kvikubanka fyrst þeir leyti á náðir stóra bróðurs. Hann rifjar einnig upp umræðinu sem átti sér stað fyrir hrun:
„Fyrir hrun, þá mátti ekki ræða stöðu bankanna nema á jákvæðum nótum og þeir sem dirfðust að rjúfa þau helgu vé fengu yfir sig holskeflu þar sem þeir voru sakaðir um að trúa ekki á „snillingana“. Ég var svo sem ekkert sérlega gagnrýninn á bankana á þeim tíma, en vissi þó að þeir væru illa undirbúnir fyrir áföll. Hafði unnið úttekt á stöðu áætlana um rekstrarsamfellu (e. business continuity planning) hjá einum þeirra og er óhætt að segja að niðurstaðan var ekki nógu góð. Þetta var árið 2006 og það liðu tvö ár áður en bankanum fannst tilefni til að gera eitthvað í málunum og halda áfram með verkefnið.“
Upphrópaður vitleysingi
„Andrés Magnússon, læknir, kom svo til Egils í Silfrið snemma árs 2008 og viðraði áhyggjur sínar. Hann var úthrópaður sem vitleysingi, enda hvaða vit ætti læknir að hafa á rekstri banka. Hann reyndist bara hafa heilmikið fyrir sér. Danske bank sendi frá sér skýrslu árið 2006 og varaði við alvarlegri stöðu bankanna. Erlendur sérfræðingur skrifaði skýrslu og ráðherra í ríkisstjórninni sagði hann þurfa að fara í endurmenntun. Og svo má ekki gleyma forstjóra Kauphallarinnar, sem sagði íslenska bankamenn snillinga og útlendingar ættu bara eftir að uppgötva leyndarmál þeirra,“ ritar Marinó og bætir við að hafa verið þess viss um  áhættuna sem fólst í yfirtöku bankans á sjóðum GAMMA árið 2019.
„Hvort sú áhætta sé að koma í bakið á þeim núna eða viðskiptalíkan bankans, veit ég ekki, en Kvika banki væri fyrsti bankinn til að óska eftir samruna, þegar allt er í lukkunar velstandi. Almenningur, sem á um 43% í Íslandsbanka, á því að hafa áhyggjur af þessari beiðni Kviku banka.“
Almenningur, sem á um 43% í Íslandsbanka, á því að hafa áhyggjur af þessari beiðni Kviku banka.“
Hugsanleg björgun Kviku
Marinó G. Njálsson vill ekki útloka gróða bankanna á hugsanlegum samruna en hann hafi þó á tilfinningunni að verið sé að reyna að bjarga Kviku frá falli:
„Væri staða bankans svo frábær, þá ætti hann að eiga auðvelt með að leita eftir meira hlutafé frá eigendum sínum og þannig stinga sér í gegn um ölduna. Það er ekki eins og það sé skortur á fjármagni í umferð á Íslandi, þegar hagnaður skráðra fyrirtækja á síðasta ári var 434 ma.kr. (samkvæmt upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson hefur tekið saman).“
Hvetur forstjórann til heiðarleika
Marinó segist síður en svo óska eftir falli bankans en hvetur forstjóra Kviku banka til að tala hreint út um ástæðu viðræðnanna:
„Ég vil hins vegar að hann nafni minn Tryggvason komi heiðarlega fram og greini frá því hvers vegna í raun Kvika banki hefur falast eftir viðræðum við Íslandsbanka um samruna. Báðir bankarnir eru skráðir á markað og ég kannast ekki við neinar slíkar afkomutilkynningar til Kauphallar að staða Kviku banka sé ekki nógu góð.
Þegar GAMMA féll, þá var það byggingarverkefni sem hratt öllu af stað. Hvaða sjóður Kviku banka er í vanda núna? Voru fleiri fúlegg í söfnunum sem bankinn tók yfir frá GAMMA eða tókst honum að verpa einu slíku sjálfur? Banki með mikinn metnað, eins og forráðamenn Kviku banka hafa ósjaldan talað um, fer ekki í samrunaviðræður með það að markmiði að hverfa af yfirborðinu, nema staða hans sé MJÖG alvarleg og hann sér ekki fram á að geta bjargað sér sjálfur.
Vona, að ég hafi rangt fyrir mér og allt sé eins og blómstrið eina hjá Kviku banka. Þar til að bankinn hefur lagt spilin á borðið, þá ætla ég samt að leyfa mér að gjalda beiðni bankans með varhug.“
Hér að neðan má sjá færslu Marinós í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -