Mánudagur 20. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Tekur upp hanskann fyrir Víði: „Hver setti nú tíkall í trúðinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson tekur upp hanskann fyrir Víði Reynissyni, sem fengið hefur yfir sig gagnrýni vegna þess að hann hefur talað um að rýma gæti þurft Grindavík með skömmum fyrirvara, byrji að gjósa að nýju í Svartsengi.

„Hættur, viðvaranir og afneitanir.

Landris og kvikusöfnun í Svartsengi eru að ná áður óþekktu hámarki.
Hingað til hefur sú hegðun landsins endað með eldgosi.
Vísindamenn keppast við að vara við eldgosi með afskaplega skömmum fyrirvara og ráðleggja engum að vera í námunda þegar að því kemur.
Víði Reynissyni varð það á að nefna þetta og benda á hið augljósa – að til rýmingar gæti komið í Grindavík og á Svartsengissvæðinu og bað fólk að hegða sér samkvæmt því.
Þá fékk hann yfir sig holskeflu frá fólki sem aldrei má heyra minnst á neinar hættur í Grindavík!“ Þannig hefst Facebook-færsla Grindvíska samfélagsrýnisins Björns Birgissonar. Og hér áfram:
„„Hver setti nú tíkall í trúðinn“ sagði einn til að slá sig til riddara í þeim hópi, í hópi hinna óttalausu, hópnum sem lætur öll rök sem vind um eyrun þjóta. Það má alveg velta því fyrir sér hverjir trúðarnir eru.“
Að lokum talar Björn um sendiboðann og skotið sem hann á ekki skilið.

„Eru það þeir sem vara við hættunum – eða eru það þeir sem bjóða þeim birginn og afneita tilvist þeirra, þrátt fyrir sjö eldgos og alla eyðilegginguna sem sum þeirra hafa valdið?
Það er vel þekkt að þeir sem setja sífellt kíkinn fyrir blinda augað sjá aldrei neitt.
Það gildir fyrir trúða sem aðra og það hefur aldrei þótt merki um visku að skjóta eða níða niður sendiboða með váleg tíðindi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -