Fimmtudagur 25. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Leitin að Magnúsi Kristni enn engan árangur borið: „Fengum ekki mikla hjálp frá borgaraþjónustunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Kristinn Magnússon er enn ófundinn en hann hefur verið týndur frá því að hann skilaði sér ekki í flug frá Dóminíska lýðveldinu þann 10. september 2023. Systir Magnúsar segir að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi lítið sem ekkert hjálpað í málinu.

Magnús Kristinn, fæddur 1987, átti flug til Íslands frá Dóminíska lýðveldisins þann 10. september en þangað hafði hann farið viku áður. Ekkert hefur til hans spurst frá brottfarardeginum.

Sjá einnig: Magnús skilaði sér ekki í flugið frá Dóminíska lýðveldinu: „Farin að óttast mjög um afdrif hans“

Sjá einnig: Nærmynd af Magnúsi Kristni: „Mjög venjulegur strákur en fjörugur og uppátækjasamur“

Mannlíf hafði samband við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur og spurði hvort eitthvað sé að frétta af leitinni.

„Nei, því miður er ekkert að frétta og í raun hefur ekkert gerst eða breyst síðustu mánuði. Allt við það sama og ég held það sé í raun lítið sem ekkert í gangi, allavega sem ég veit um, því miður.“

- Auglýsing -

Aðspurð hvort nægileg hjálp hafi fengist hjá yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu og utanríkisráðuneyti Íslands, segir hún svo ekki vera.

„Við fengum ekki mikla hjálp frá borgaraþjónustunni, hvorki í byrjun né síðar. Fengum skýrslu frá Dóminíska lýðveldinu (stutt yfirlit yfir það sem gerst hafði þar) en síðan ekki meir,“ segir Rannveig í skriflegu svari til Mannlífs.

Rannveig bætti svo við:

- Auglýsing -

„Það eina sem ég held að sé hugsanlega í gangi er að alþjóðadeild lögreglunnar sé að reyna að koma á sambandi við lögregluna úti til að geta farið út og skoðað aðeins málið. Það hefur ekki gengið enn sem komið er. Mér skilst að þessar tilraunir til sambands út hafi staðið síðan fyrir jól, en ekkert gengið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -