Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Nærmynd af Magnúsi Kristni: „Mjög venjulegur strákur en fjörugur og uppátækjasamur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert hefur spurt til Magnúsar Kristins Magnússonar frá því að hann skilaði sér ekki í flug frá Dóminíska lýðveldinu þann 10. september síðastliðnum. En hver er Magnús Kristinn?

Magnús fæddist árið 1987 og ólst upp í Ártúnsholtinu í hópi systkina og margra vina. Að sögn Rannveigar Karlsdóttur, systur Magnúsar, var hann „mjög venjulegur strákur en fjörugur og uppátækjasamur“ er hann var krakki og unglingur. Þá hafði hann gífurlegan áhuga á íþróttum og hreyfingu og sá áhugi hefur ekki minnkað í dag.

Afreksmaður í íþróttum

Á sínum yngri árum var hann í fótbolta og handbolta hjá Fylki en að endingu valdi hann borðtennis. Keppti hann fyrir hönd Víkings í fjöldi ára og varð þrígang Íslandsmeistari í borðtennis og var valinn íþróttamaður Víkings. Þá keppti hann nokkrum sinnum fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum og ferðaðist vítt og breitt um heiminn, bæði með landsliðinu og Víkingi. Undanfarið hafa hlaup og hjólreiðar átt hug hans allan og hefur hann meðal annars tekið þátt í Íslandsbankamaraþoninu.

Veikindin

Síðustu ár hefur Magnús unnið við rafvirkjun en undanfarið hefur hann verið í veikindaleyfi, meðal annars vegna brjóskloss. Fyrir nokkrum árum fór að bera á andlegum veikindum hjá Magnúsi en hann fékk hjálp til að takast á við það og virtist í góðum bata en hann taldi sjálfur að fullum bata væri náð og jafnvel ekki nauðsynlegt að taka lyf. Á meðan heilsan var góð og allt lék í lyndi var Magnús í nokkur ár í sambúð og á son og fósturson úr því sambandi sem honum þykir mjög vænt um. Hann hélt ágætu sambandi við þá og barnsmóður sína, þegar heilsan leyfði.

- Auglýsing -

„Heilt yfir og þegar allt er eðlilegt er Magnús mjög ljúfur náungi, góður vinur og bróðir, faðir og frændi sem vill fólkinu sínu allt það besta,“ sagði Rannveig í samtali við Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -