Föstudagur 11. október, 2024
-1 C
Reykjavik

Lenya er orðlaus yfir viðbrögðunum:„Verum góð við hvort annað því við vitum aldrei hvað er í gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lenya Rún Taha Karim er orðlaus yfir góðu viðbrögðunum sem hún hefur fengið eftir að viðtal við hana birtist á Rúv á fimmtudaginn. Þar opnaði hún sig um átröskun sem hún glímir við.

Í langri þakkarfærslu á Facebook segist Lenya Rún, varaþingmaður Pírata og háskólanemi, vera orðlaus yfir þeim góðu viðbrögðum sem hún hefur fengið eftir að hún opnaði sig í viðtali sem birtist á Rúv í fyrradag, um átröskun sína og innlögn á Kleppi. Segir hún í færslunni að það sé alltaf áhætta að opna sig um geðræn vandamál en vonar að þetta geti hjálpað til við að útrýma fordómum gagnvart geðröskunum. Vonast hún einnig til að þetta hvetji fólk í sambærilegri stöðu til að sækja sér hjálp, „án þess að skammast sín“.

Sjá einnig: Lenya Rún varaþingmaður var lögð inn á Klepp viku eftir Silfrið: „Ég tek brjálæðiskast“

Þá talar hún einnig til aðstandenda fólks með átröskun og segist finna til með þeim og segir stuðninginn algjörlega ómissandi.

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Ég er orðlaus yfir góðu viðbrögðunum sem ég hef fengið við viðtalinu á fimmtudaginn. Það er alltaf smá áhætta að opna sig um geðræn vandamál en ég vona innilega að þetta geti hjálpað til í átakinu við að útrýma fordómum gagnvart geðröskunum og hvatt fólk í sambærilegri stöðu til að leita hjálpar án þess að skammast sín.

Til aðstandenda sem hafa leitað til mín: Ég finn til með ykkur og get ímyndað mér að það sé vont að horfa upp á manneskju sem þú elskar vera að neita sér um það eina sem hún þarf til að halda sér á lífi. Reiðisköstin sem eru tekin og hegðunarvandinn er ekki persónulegt gagnvart ykkur, heldur er þetta heilinn að slökkva á heilastöðvunum sem sjá um tilfinningar til að spara orkuna í eitthvað annað. Stuðningur aðstandenda til okkar sem glíma við þessi veikindi er gjörsamlega ómissanlegur, verið til staðar eins og þið eruð búin að vera að gera ❤
Til fólks sem hefur leitað til mín vegna þess að þau glíma við átröskun sjálf: Ég hvet ykkur eindregið til að leita upp á heilsugæslustöð þar sem næstu skref verða tekin. Hvort sem það eru tímar hjá sálfræðingi eða eftirfylgni innan heilsugæslunnar eða meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans. Inngrip á fyrri stigum sjúkdómsins er ótrúlega mikilvægt, mín helsta eftirsjá er að ég byrjaði ekki í meðferð af alvöru fyrr, hvort sem það hafi verið 10 árum fyrr eða 1 viku fyrr. Það er hægt að afstýra svo mörgu slæmu með því að leita sér hjálpar sem fyrst. Það er engin skömm í því að vilja vera við góða heilsu, það er sjálfsagður hlutur.
Að lokum vil ég bara taka fram að það eru fáir sem ég þekki sem hafa aldrei glímt við andleg vandamál. Verum góð við hvort annað því við vitum aldrei hvað er í gangi á bakvið tjöldin og sýnum stuðning þegar fólkið í kringum okkur er að ströggla, það þarf á hjálp að halda, ekki fordómum eða dómhörku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -