Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Lilja ávítar bankana: Ber að létta undir með heimilum ef þeir vilja ekki eiga von á bankaskatti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segir að bönkunum beri að létta undir með heimilum landsins með því að greiða niður vexti. Þetta rökstyður hún með því að bankarnir séu að skila miklum hagnaði.

„Bank­an­ir eru að skila of­ur­hagnaði og hagnaður þeirra verður meiri í kjöl­far stýri­vaxta­hækk­ana Seðlabanka Íslands. Ég tel að það eigi að nota þenn­an of­ur­hagnað til að greiða niður vexti fólks­ins í land­inu,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið.

Heimilin í landinu horfa nú fram á æ hærri greiðslubyrði á lánum sínum vegna tíðra stýrivaxtahækkana Seðlabanka Íslands. Viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti sína samhliða hækkunum stýrivaxta.

Lilja nefnir sem dæmi að Landsbankinn hafi skilað 30 milljarða króna hagnaði í fyrra. Eignaverð hafi hækkað töluvert í Covid-19 faraldrinum, bæði hlutabréf og fasteignir, og við þær aðstæður sé sannarlega ekki óeðlilegt að bankar skili miklum hagnaði. Hún segir þó að um sé að ræða ofurhagnað og að henni þyki borðleggjandi að við jöfnum byrðarnar til þess að við sem samfélag komum vel út úr faraldrinum.

Lilja segir afar mikilvægt að ákveðin heimili „sitji ekki eftir með Svarta Pétur“ í kjölfar mikilla vaxtahækkana. Nefnir hún þar sérstaklega heimili ungs fólks og tekjulágra. Hún segir helst þurfa að horfa til þeirra heimila sem mest skulda, enda sé vaxtabyrði þeirra þyngst. Lilja nefnir einnig ferðaþjónustufyrirtæki, sem hafi komið illa út úr faraldrinum. Hún segir bankana þurfa að stíga inn í og huga að heimilunum í landinu. Geri þeir það ekki sé ekki útilokað að endurvekja bankaskattinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -