Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Lögregla rannsakar níðstöng með dauðum hrosshaus við Skrauthóla nærri Esjurótum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Níðstöng með dauðum hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði.

Mannlíf fjallaði um málið fyrr í dag, en þar kemur fram frásögn konu sem var þátttakandi í samkomum og segir hún að þar hafi ekkert óeðlilegt farið fram. Það sem hafi dregið hana að viðburðinum hafi verið kakó og dans. Konan segir enn fremur:

„En tilfinningin sem èg fékk persónulega á viðburðinum var einsog þetta væri upphafið að einhverju stóru. Einsog eitthvað væri að fara gerast. Svo ég naut hvers augnabliks og hafði ásetninginn um að njóta af gleði og ást, fyrir sjálfan mig. Vera í núvitund. En ég sækist í andlega viðburði af þeirri ástæðu og til að styrkja sjálfan mig, kafa dýpra inni mig og sitja betur í mér.“

Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum

DV greindi frá í dag að eftir að nágranninn lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins hafi verið brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana.: „Ég er formaður Landssambands hestamannafélaga og er með hesta á Skrauthólum. Þessu er augljóslega beint gegn okkur!“ segir Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 við Esju og nágranni Sólsetursins í samtali við DV.

„Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni.

„Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra.

- Auglýsing -

Erna Agnes Krstínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu.

Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig.

Í hausnum var upprúllað blað.

- Auglýsing -

„Það var ljóð eða nýorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni.

Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -