Föstudagur 14. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Lögreglan fann reiðhjól og bakpoka á Álftanesi sem gætu tilheyrt Stefáni Arnari

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leit­in að Stefáni Arn­ari Gunn­ars­syni heldur áfram á næstu dögum eftir talsvert hlé. Lögreglan fann hjól og bakpoka sem grunur leikur á að sé í eigu Stefáns.

Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur verið leitað frá því á föstudaginn 3. mars eða degi eftir að síðast sást til hans. Hefur hans aðallega verið leitað í og við Álftanes en björgunarsveitir ásamt Landhelgisgæslunni og fleiri viðbrgaðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni ásamt lögreglunni. Notast hefur verið við þyrlur, kafara, báta og dróna svo eitthvað sé nefnt.

Í samtali við Mannlíf staðfesti lögreglan að reiðhjól hafi fundist á Álftanesi sem ekki hefur fengist staðfest að hafi verið í eigu Stefáns. Þá fannst einnig bakpoki í flæðamálinu við Álftanes sem lögreglan gengur út frá að sé í hans eign, þó hún geti ekki staðfest það með vissu. Segir lögreglan að leit haldi áfram á næstu dögum og í kjölfarið taka ákvörðun um framhaldið.

Stefán Arnar er 44 ára og búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -