Miðvikudagur 9. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

Lögreglan leitar að tveimur þjófum sem stálu úr verðmætaflutningabíl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur þjófum sem brutust inn í bíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun.

Tilkynning barst á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu en þar er lýst eftir tveimur þjófum sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og höfðu á brott með sér verulega fjármuni. Skúrkarnir voru á dökkgráum Toyota Yaris en bíllinn var á tveimur mismunandi númeraplötum, NMA 87 að aftan og SLD 43 að framan en báðum númerunum hafði verið stolið af öðrum ökutækjum. Lýst var eftir bifreiðinni í gær en er enn ófundin.

Ath. Meðfylgjandi eru myndir af samskonar bíl.

Samkvæmt frétt DV var bifreiðin sem þjófarnir stálu úr verðmætaflutningabíll en tveir starfsmenn, bílstjóri og farþegi í bílnum voru teknir í skýrslatöku lögreglu í gær.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir bílsins, eða þjófana, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 112. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -