Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Lokað fyrir athugasemdir á síðu Baldurs og Felix: „Homophobian þarna inni er algjör drullupollur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir á stuðningssíðu Baldurs Þórhallssonar og Felix Bergssonar á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Ég sem kann eiginlega ekki á þetta dót hérna. Það hefur aðeins borið á því að ljótir póstar hafa dúkkað hér upp. Því langar mig að takmarka hópinn þannig að einungis meðlimir geti sett inn pósta en finn bara ekki út úr því.

Þangað til ég fæ hjálp við að finna út úr þessu þá langar mig að biðja ykkur að skjóta skítadreifarana niður með ást og kímni. EKKI fara að rífast við þetta fólk,“ skrifar Gunnar Helgason, leikari, rithöfundur og stofnandi hópsins.

Fregnir og skjáskot af ummælum á síðu hópsins hafa ratað víða. Margan blöskrar orðræðan sem þar skapaðist.

Á samfélagsmiðlinum X, fyrrum Twitter, segir Ólöf Tara um hópinn:

„Var boðið í hóp sem styður Baldur og Felix til forsetaframboðs. Ég rata út, ógeðis orðræðan og homophobian þarna inni er algjör drullupollur. Internetið er ekki hægt.“

- Auglýsing -

„Ef þetta ágerist, eins og mín ekta frú óttast, fer ég að eyða þessum póstum. En ég vil ekki gera það eins og sakir standa. Þetta eru örfá grey sem eru að pirra okkur, það er allt og sumt,“ segir Gunnar að endingu.

Tæp þrettánþúsund skráðir 

„Ókei!

- Auglýsing -

Þetta hefur aldeilis sprungið út!
Ég vonaðist eftir kannski svona 1000 meðlimum í þennan hóp en á tæpum sólarhring erum við komin næstum í 12.000 meðlimi sem er algerlega stórkostlegt,“ skrifar Gunnar Helgason. Þegar fréttin er rituð telja meðlimir hópsins 12.900 manns.

Gunnar segir Baldur vel finna fyrir pressunni. Hann vonast eftir tilkynningu frá Baldri á næstu dögum eða vikum, en sýnir þó skilning á að skrefið í átt að forsetaframboði sé stórt.

„Í fyrsta lagi útseturðu þig fyrir ljótum ummælum. Líf þitt er grandskoðað og eldgamlir ruslpóstar dregnir upp úr dimmustu afkimum alnetsins. Ekki hef ég þó áhyggjur að þeir póstar séu til frá Baldri. Alls ekki,“ ritar Gunnar Helgason.

Áskorun til Baldurs

Í lýsingu hópsins segir:

„Áskorun til Baldurs og Felix.

Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands.
Þess vegna skora ég á hann að bjóða sig fram og hér er hvers vegna:
Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður.
Það er ekki til betri maður í djobbið.
Og ekki skemmir hvað hann er vel giftur. Felix Bergsson þekki ég betur en flestir aðrir. Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.
Saman eru þeir sannkallað ofurpar. Auk þess þekkja þeir það vel, af eigin raun, hvað það er að berjast fyrir mannréttindum og eru í gríðarlega góðum tengslum við land og þjóð.
Þeir verða forsetapar sem þjóðin getur verið stolt af.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -