Föstudagur 24. maí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Lyfjafræðingur gefur ráð við höfuðverk: „Það hefur slæm áhrif að nota mikið af verkjalyfjum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breskur lyfjafræðingur, Abbas Kanani, gefur heiminum ráð við höfuðverk, vandamál sem nokkur fjöldi glímir við á áramótunum og drykkju sem þeim oft fylgir.

Abbas segir marga leita strax í verkjalyf eins og íbúfen eða paracetamol en hann segir mikilvægt að hafa í huga hvaða lyf sé best að taka, jafnvel hvort hægt væri að sleppa þeim. Hann segir mestu máli skipta að skoða mataræðið ef um ítrekaðan höfuðverk er að ræða, einnig skipti svefninn höfuðmáli. Maturinn sem fólk borðar á meðan höfuðverkurinn stendur yfir, getur skipt sköpum. Algengt er að fólk leiti í skyndibita og sykur eftir mikla neyslu áfengis.

Abbas leggur áherslu á að vera meðvitaður um hvers eðlis höfuðverkurinn er, margar ástæður geta legið á bakvið slíka verki, sem dæmi má taka vöðvaspennu, svefnleysi, vökvaskort eða mígreni. Þegar vitað er ástæðu höfuðverksins er auðveldara að forðast aðstæður sem auka líkur á verkjakasti.

„Gott er að leggja kaldan eða heitan bakstur á álagssvæði til að minnka spennuhöfuðverk, í að minnsta kosti 10 mínútur í einu.“

„Vökvaskorti fylgir oftar en ekki höfuðverkur, honum fylgir oft svimi, mikill þorsti, og munnþurrkur. Gott er að drekka vatn við herbergishita, hvíla sig og nota verkjalyf til að lina verkina.“

Lyfjafræðingurinn hvetur þá sem glíma við höfuðverk að forðast ákveðann mat og drykk: „Mygluostar innihalda efni sem eykur blóðþrýsting og líkurnar á höfuðverk. Sykur og sætuefni auka insúlín magn líkamans og hefur slæm áhrif á viðkvæmni fyrir verkjum“ Hann segir koffín og tómata einnig vera fæðu sem forðast ætti.

- Auglýsing -

Abbas segir oft hjálpa að forðast mikla birtu og skjánotkun, gott sé að hafa dimmt og lokaða glugga.

„Aukin svefngæði lagar ekki bara verkinn heldur minnkar líkur á höfuðverk. Heitt vatn er einnig góð verkjastilling.“

Hann segir verkjalyf virka vel þegar verkurinn er mikill eða óviðráðanlegur. Ef önnur einkenni líkt og hiti gera vart við sig sé gott að nota íbúfen. Hann hvetur fólk þó til að reyna aðrar leiðir til að lina höfuðverk, sérstaklega ef um langtímavandamál sé að ræða, ekki sé gott að nota mikið af verkjalyfjum til langs tíma litið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -